Vel heppnað eldflaugarskot á Langanesi

Mynd: Skyrora
Mynd: Skyrora

Eldflaug skoska fyrirtækisins Skyrora var skotið á loft frá Langanesi um klukkan tíu í gærmorgun. Áður hafði skotinu verið frestað tvisvar vegna veðurs en þetta er  eldflaugaskotið frá Íslandi í hálfa öld.

Hópur fólks var saman kominn til að fylgjast með skotinu sem fór fram í tveimur stigum með nokkurra sekúndna millibili.

Fyrri hluti flaugarinnar fór í 6 kílómetra hæð en það síðar í 30 kílómetra hæð. Báðir hlutarnir lentu í sjó skammt undan landi og björgunarsveitin á staðnum sótti þá.

Nýjast