31.07
Eyjafjarðarleið niður af Sprengisandi var opnuðu í síðustu viku.
Lesa meira
30.07
Bjargey Ingólfsdóttir kynnir hefur hefur verið að taka viðtöl við fyrrum íbúa Flateyjar á Skjálfanda í sumar. Verkefnið er á vegum Þingeyjarsveitar í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga. Markmiðið er að safna og skrásetja heimildir um lífið í Flatey áður en eyjan lagðist í eyði. Þá hafa hugmyndir vaknað um að gera hlaðvarpsþætti úr viðtölunum.
Lesa meira
30.07
Nýtt Vikublað er komið út. Alls konar efni líkt og vanalega má lesa í blaðinu. Spjallað er við Frey Aðalsteinsson, gamlan Akureyring sem búið hefur í áratugi í Stavanger í Noregi. Hann byrjaði að æfa kraftlyftingar um leið og slíkar æfingar hófust á Akureyri árið 1974. Þá var hann 15 ára gamall. Hann er enn að ríflega sextugur og stefnir ótrauður að því að taka þátt í væntanlegu móti þegar þess verður minnst að lyftingar hafa verið stundaðar norðan heiða í hálfa öld.
Lesa meira
30.07
Nokkurn vegin um það bil sem prentvélar fóru í gangi og nýtt Vikublað rann um þær í stríðum straumum barst tilkynning um að viðburðurinn Mömmur og möffins hefði tekið ákorun forseta Íslands um að lágmarka samneyti fólks um komandi Verslunarmannahelgi og var viðburðinum aflýst.
Lesa meira
29.07
Sá knái kappi Harry Potter verður fertugur á morgun og heldur Amtsbókasafnið á Akureyri upp á tímamótin með þriggja daga Potterhátíð. Hún hófst í gær og henni lýkur á morgun, föstudag.
Lesa meira
29.07
Þessi glæsilega snekkja, Horizons III lá við bryggju á Húsavík í gær þegar blaðamaður átti leið hjá.
Lesa meira
28.07
Ungmenni frá Akureyri stóðu sig með miklum glæsibrag á Unglingameistaramót Íslands sem haldið var í Kaplakrika, Hafnarfirði nýverið. Allir voru til fyrirmyndar. UFA eignaðist 6 Íslandsmeistara, 2 silfurverðlaun og 5 brons.
Lesa meira
27.07
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður ekki haldin með hefðbundnu sniði á Akureyri um verslunarmannahelgina og brugðið verður út frá venjum í veigamiklum atriðum. Er það gert vegna Covid-19 faraldursins. Í boði verða litlir fjölskylduvænir viðburðir víðs vegar um bæinn og tryggt að fullorðnir gestir á einstökum stöðum verði aldrei fleiri en 500 í samræmi við þau mörk sem sett eru af sóttvarnaryfirvöldum.
Lesa meira
27.07
Stelpurnar í Þór/KA eru Rey Cup meistarar A liða og B liðið vann til silfurverðlauna. Þá fékk Þór/KA Háttvísisverðlaun KSÍ og Landsbankans. A liðið fékk ekk á sitt eitt einasta mark í mótinu
Lesa meira
26.07
Fyrir nokkru kom í Ríkissjónvarpinu all ítarleg frétt og viðtal um lausagöngu katta á Akureyri. Fréttin hófst á kynningu, „Akureyringar eru orðnir langþreyttir á lausagöngu katta í bænum“. Þar sem ég er Akureyringur í húð og hár og kattaeigandi lagði ég við hlustir. Vitnað var í Akureyringa eins og búið væri að ræða við þá alla og þarna væri því samróma álit þeirra. Ég kannaðist ekki við að hafa verið spurður álits sem Akureyringur, sem og enginn þeirra fjölmörgu sem ég ræddi við og eru í sömu sporum og ég.
Lesa meira