Lítið má útaf bregða í skólastarfi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Núverandi skipulag skólastarfsins á Akureyri verður einnig út næstu viku, dagana 9. -13. nóvember, og verður staðan tekin aftur í lok þeirrar viku. Í bréfi Karls Frímannssonar fræðslustjóra Akureyrarbæjar til foreldra og forráðarmanna barna í skólum Akureyrar segir að skólastarf gangi vel þrátt fyrir að aðgerðir séu á neyðarstigi vegna veirufaraldursins.

Engu að síður sé staðan í einstaka skólum sú að margir starfsmenn eru í sóttkví og getur verið nokkuð snúið að halda úti skólastarfi.

„Eins og staðan er nú þá má lítið út af bregða svo ekki þurfi að loka einstaka deildum í leikskólum eða senda nemendahópa heim í grunnskólum vegna manneklu. Til þess getur þó komið með skömmum fyrirvara að biðja þurfi foreldra yngstu barnanna í leik- og grunnskólum að sækja börnin eða senda eldri nemendur heim. Starfsfólk skólanna biður því fólk um að sýna því skilning ef til þess kemur því þetta er síðasta úrræðið sem gripið er til og þá í algjörum undantekningartilvikum,“ segir í bréfinu.

Nýjast