19.11
Egill Páll Egilsson
Hjálmar Bogi Hafliðason áheyrnarfulltrúi B-lista í byggðarráði Norðurþings segir í samtali við Vikublaðið að hann fagni þessum framkvæmdum enda hafi nauðsyn þeirra legið fyrir lengi. Hann setur þó spurningarmerki við þann gríðarlega kostnaðarauka sem birtist í nýrri kostnaðaráætlun sem kynnt var á síðasta fundi ráðsins. Þar kemur fram að í nóvember 2018 var kostnaðarskipting framkvæmdanna 85% á vegum ríkisins og 15% sveitarfélaganna. Þá var gert ráð fyrir því að hlutur sveitarfélaganna fjögurra sem að hjúkrunarheimilinu standa yrði 330 milljónir.
Lesa meira
18.11
Egill Páll Egilsson
Guðrún Dís Emilsdóttir eða Gunna Dís eins og hún er oftast nær kölluð býr á Húsavík en hún er gift Kristjáni Þór Magnússyni sveitarstjóra Norðurþings. Þau eiga þrjú börn, Aðalheiði Helgu 12 ára, Magnús Hlíðar 7 ára og Blædísi Borg 4ra ára.
Gunnu Dís þarf vart að kynna en hún hefur stýrt vinsælum útvarps og sjónvarpsþáttum um árabil og í seinni tíð er erfitt að hugsa um Eurovisjon sönglagakeppnina án þess að muna eftir Gunnu Dís enda hefur hún með sínum heillandi persónuleika verið einn allra besti Eurovisjon-kynnir sem Íslendingar hafa alið af sér. Í dag starfar hún á skrifstofu Sjóvá á Húsavík en þar hefur aldrei verið skemmtilegra að huga að tryggingum en einmitt nú. Gunna Dís er frá Ytri-Hlíð í Vopnafirði þar sem hún bjó ásamt foreldrum sínum, þremur bræðrum, föðurbróður, ömmu og afa en í dag er hún Norðlendingur vikunnar.
Lesa meira
18.11
Ellefu ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og þar af voru níu í sóttkví.
Lesa meira