115 í einangrun á Norðurlandi eystra

Akureyri. Mynd/María H. Tryggvadóttir.
Akureyri. Mynd/María H. Tryggvadóttir.

Alls greindust 25 innanlandssmit í gær samkvæmt covid.is. Á Norðurlandi eystra eru 115 í einangrun en 131 í sóttkví. Flest smitanna í landshlutanum eru sem fyrr á Akureyri og Dalvík.

Fjölgað hefur í einangrun undanfarna daga en töluvert hefur hins vegar fækkað í sóttkví. Á vef Rúv kemur fram að ef litið er á hlutfall smitaðra af íbúafjölda er hlutfallið hæst á Norðurlandi eystra. Þar eru 0,4 prósent íbúa smitaður.

Nýjast