28.11
Harpa Þ. Hólmgrímsdóttir
Þann 25. nóvember 2020, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi hófst átakið ,,Roðagyllum heiminn” og því lýkur þann 10. desember en sá dagur er tileinkaður alþjóðlegum mannréttindum og er jafnframt alþjóðadagur Soroptimista. Átaksverkefnið lýtur að því að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi gegn konum víðsvegar um heiminn.
Lesa meira
27.11
Brynjar Helgi Ásgeirsson er nýr forstöðumaður í Hlíðarfjalli en senn styttist í opnun og því í mörg horn að líta hjá nýjum forstöðumanni. Brynjar er nýlega tekinn við og hefur verið að koma sér inn í starfið undanfarna daga. Hann var áður eigandi og einn af þjálfurum hjá CrossFit Hamar, en hreyfing og útivist er eitt af helstu áhugamálum Brynjars sem er Norðlendingur vikunnar. Vikublaðið fékk hann til svara nokkrum spurningum um nýja starfið og sjálfan sig. „Það leggst mjög vel í mig. Starfið er krefjandi á marga vegu og tekur alltaf tíma að komast inn í hlutina. Nú eru liðnar tvær vikur síðan ég byrjaði og hér er frábært starfsfólk sem hefur aðstoðað mig mikið í að koma mér inn í starfsemina.“
Lesa meira
27.11
Egill Páll Egilsson
Tafir hafa orðið á framkvæmdum við byggingu raðhúsa í Grundargarði en það er Faktabygg sem byggir í samstarfi við Búfesti. Faktabygg í Noregi stofnaði árið 2018 dótturfélagið Faktabygg ehf. ásamt Árna Grétari Árnasyni sem er framkvæmdastjóri íslenska félagsins. Um er að ræða tvö raðhús, hvort með sex íbúðum.
Svo virðist vera sem útreikningar norskra verkfræðinga hafi ekki gert ráð fyrir að Húsavík liggur á einu virkasta jarðskjálftasvæði landsins.
Lesa meira
26.11
Ellefu greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær, öll á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira
26.11
Á Norðurlandi eystra er atvinnuleysi komið upp í 6,8%, 590 karlar og 454 konur.
Lesa meira