Fréttir

Tikka Masala með hrísgrjónum og Naan brauði

„Ég heiti Ragna Kristjánsdóttir og er 50 ára gömul og er kennari í Giljaskóla á Akureyri. Ég er Akureyringur, uppalin í Glerár- og Síðuhverfi og er Þorpari,“ segir Ragna sem tók áskorun Tryggva Gunnarssonar í síðasta blaði og hefur umsjón með Matarhorninu þessa vikuna. „Ég hef starfað við kennslu frá árinu 1995 og finnst enn jafn gaman að mæta til vinnu. Ég ætla að bjóða uppá hörpudisk vafinn í hráskinku, borið fram með mozzarella osti, tómötum og basiliku. Tikka Masala með hrísgrjónum og Naan brauði og meðlæti sem er borið fram í litlum skálum. Þá verður hver munnbiti með mismunandi bragði. Borið fram með hrísgrjónum og salati. Í eftirrétt ætla ég að bjóða uppá bláberjakrap. Uppskriftir eru miðaðar við fjóra.
Lesa meira

„Merkilegt að heimsfaraldur hafi þurft til“

Síðastliðið sumar voru óvenju margir námsmenn við sumarstörf á Þekkingarneti Þingeyinga (ÞÞ). Brugðist var við óvenjulegum aðstæðum háskólanema vegna heimsfaraldursins sem enn geysar. Algengt er að háskólanemar vinni störf í ferðaþjónustu á sumrin en vegna ástandsins í samfélaginu héldu ferðaþjónustufyrirtæki að sér höndum við ráðningar í vor. ÞÞ svaraði kalli nemanna og fjölgaði stöðugildum yfir sumarið en 19 háskólanemar störfuðu hjá stofnuninni við tímabundin verkefni í samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu og Vinnumálastofnun. Flestir voru námsmenn sumarsins starfsmenn Þekkingarnetsins en nokkrir voru starfsmenn samstarfsaðila Þekkingarnetsins eins og sveitarfélaga á svæðinu. Dagný Theodórsdóttir er tveggja barna móðir á Húsavík sem lauk BA-námi í sálfræði við Háskólann á Akureyri í vor. Hún vann eitt þessara verkefna í sumar en er nú komin í masters nám í rannsóknartengdri sálfræði sem hún stundar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri. Vikublaðið ræddi við Dagnýju í vikunni.
Lesa meira

„Skemmtilegur og þroskandi tími“

Akureyrarapótek fagnaði 10 ára afmæli nýverið en það var Jónína Freydís Jóhannesdóttir lyfjafræðingur sem stofnaði fyrirtækið árið 2010 ásamt Gauta Einarssyni lyfjafræðingi. Þau endurvöktu í leiðinni rótgróið nafn á apóteki í bænum en nafnið á sérstakan sess í hugum fólks. Vikublaðið spurði Jónínu út í fyrirtækið og hana sjálfa.
Lesa meira

Nýtum tækifærið til uppbyggingar íþróttamannvirkja

Lesa meira

Fækkar áfram í einangrun og sóttkví

Fjórir með virkt Covid-19 smit í landsfjórðungnum og þrír eru í sóttkví.
Lesa meira

Styrktu Rauða krossinn með flugvélasölu

Þessir glæsilegu krakkar komu færandi hendi í Rauðakross búðina á Húsavík í vikunni. Börnin vildu láta gott af sér leiða á þessum undarlegu tímum og datt snjallræði í hug
Lesa meira

Opnun ELKO á Akureyri frestað

Lesa meira

Nýtt kaffihús og pizzustaður á Glerártorg

Enn óvíst um plássið hjá Rúmfatalagernum-Gott hljóð í verslunarmönnum
Lesa meira

Að eyða byggð í þágu náttúruverndar

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira