09.12
Opnar 1.000 fermetra verslun við Tryggvabraut 18
Lesa meira
08.12
Egill Páll Egilsson
Þann 10. desember n.k. frá kl. 14:00- 16:30 stendur Lagadeild Háskólans á Akureyri fyrir rafrænu málþingi í tilefni útgáfu bókar um endurskoðun stjórnarskrár í ritstjórn Ágústs Þórs Árnasonar og Catherine Dupré.
Lesa meira
08.12
Egill Páll Egilsson
Tamas Kaposi er 29 ára gamall ungverskur blakmaður sem ráðinn var sem þjálfari blakdeildar Völsungs í sumar. Hann hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari og hefur orðið ungverskur meistari með sínu félagsliði nokkrum sinnum bæði sem leikmaður og þjálfari og á að baki leiki með ungverska landsliðinu. Hann kemur frá Sümeg í Ungverjalandi sem er þekktur ferðamannabær. Það er stór kastali sem er mjög vinsæll hjá ferðamönnum,“ segir hann. Tamas er íþróttamaður vikunnar.
Lesa meira
07.12
Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu.
Lesa meira
07.12
Hringtorgið mun vera mikilvægur hluta af uppbyggingu svæðisins.
Lesa meira
07.12
Egill Páll Egilsson
Kristján Þór er á sínu öðru kjörtímabili sem sveitarstjóri Norðurþings en því fyrsta sem kjörinn fulltrúi. Þegar möguleikinn kom fyrst upp á borðið að verða sveitarstjóri á æskuslóðunum gat hann ekki sagt nei, þó hann hafi ekki leitt hugann að því áður að skella sér í pólitík. „Þegar þessi möguleiki kom uppá borðið var hann einfaldlega of freistandi til að stökkva ekki á hann. Fyrir mig og fjölskylduna hefur þetta verið gæfuspor. Okkur líður vel á Húsavík og ég brenn fyrir vinnuna mína, þótt hún geti stundum tekið mikinn toll. Það er margt sem maður lærir í því starfi sem ég gegni og það eru sennilega mestu forréttindin við að fá að gegna því, sem og að njóta þess að eiga í samskiptum við gott samstarfsfólk alla daga,“ segir Kristján.
Kristján segir margt standa upp úr á ferlinum hingað til og nefnir þá miklu eldskírn sem hann hlaut þegar hann lenti óvænt í hringiðu eldsumbrota nokkrum dögum eftir að hann hóf störf. Þar er að sjálfsögðu um að ræða eldgos í Holuhrauni árið 2014.
„Allt stappið sem við stóðum í til að klára að innsigla upphaf iðnarauppbyggingar á Bakka tók mjög á, en tókst að lokum og hefur snúið við stöðunni í sveitarfélaginu til hins betra. Ég er líka gríðarlega ánægður með að nú hygli undir upphaf framkvæmda við nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík, sem beðið
Lesa meira
06.12
Egill Páll Egilsson
Kristján Þór Magnússon er best þekktur í dag sem sveitarstjóri Norðurþings en hann er nú á sínu öðru kjörtímabili. Hann var einnig mjög frambærilegur knattspyrnumaður á sínum yngri árum og lék með Völsungi í 2. deild karla árið 1996.
Lesa meira