Fréttir

Enginn inniliggjandi með kórónuveiruna á SAk

Samkvæmt upplýsingum blaðsins útskrifaðist síðasti sjúklingurinn á laugardaginn var.
Lesa meira

Hríseyingar vilja sjóvarnargarðinn í lag

Lesa meira

Árið hefur reynt verulega á þolrifin hjá íbúum Dalvíkurbyggðar

Katrín Sigurjónsdóttir sveitastjóri í Dalvíkurbyggð segir mikið hafa gengið á í sveitarfélaginu á árinu sem senn er á enda. Óveður, kórónuveiran og jarðskjálftar hafa gert bæjarbúum lífið leitt. Dalvíkingar lentu illa í þriðju bylgju kórónuveirunnar en um tíma voru um 10% bæjarbúa sóttkví. Dalvíkurbyggð slapp nokkuð vel í fyrstu bylgjunni en í þriðju bylgjunni hafa 25 manns veikst í sveitarfélaginu. „Það má segja að frá óveðrinu í desember og fram til dagsins í dag hafi árið reynt verulega á þolrifin hjá íbúum. Ég finn það líka að óveðrið og ófærð síðasta vetrar situr ennþá í mörgum og einhverjir kvíða komandi vetri. En í öllum þeim áföllum sem hafa dunið yfir samfélagið á árinu hefur samstaða, samkennd og einhugur einkennt íbúa Dalvíkurbyggðar
Lesa meira

Ráðningar hefjast hjá PCC eftir áramót

Útlit er fyrir að PCC BakkiSilicon muni ræsa verksmiðju sína á Húsavík að nýju með vorinu miðað við upplýsingar úr tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér fyrir skemmstu. Til stendur að ráða fleiri starfsmenn að nýju upp úr áramótum, gangi áætlanir eftir.
Lesa meira

Ólafía Hrönn leikur Skugga-Svein

Lesa meira

Úr óveðurskafla yfir í heimsfaraldur

Hermann Karlsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur og mánuði ásamt samstarfsfólki sínu í lögreglunni. Fyrir utan almenn lögreglustörf skall þriðja bylgja Covid-19 faraldursins harkalega á hér á svæðinu og hefur lögreglan upplýst fólk á hverjum degi um stöðuna í samfélaginu er varðar smit. Kom heimsfaraldurinn nánast í kjölfar mikils óveðursveturs sem hófst í desember í fyrra. Vikublaðið tók Hermann tali og forvitnaðist inn í líf og starf lögreglumannsins.
Lesa meira

Óvissa um áætlunarflug til og frá Húsavík

Áhyggjur eru uppi um framtíð áætlunarflugs til og frá Húsavík. Flugfélagið Ernir hefur flogið til Hafnar í Hornafirði, Bíldudals, Gjögurs og Húsavíkur en í sumar voru allar flugleiðirnar boðnar út nema leiðin til Húsavíkur.
Lesa meira

Á að vernda gömul timburhús?

Lesa meira

Vilja stytta leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur um allt að 80 km

Möguleikar á styttingu þjóðvegar milli Akureyrar og Reykjavíkur voru til umræðu á bæjarstjórnarfundi Akureyrar á dögunum.
Lesa meira

Friðrik Ómar slaufar jólatónleikunum

Lesa meira