Húsavík Farþegafjöldi í hvalaskoðunarferðum 2024

Frá Húsavík
Frá Húsavík

Á árinu 2024 fóru 112.666 manns í hvalaskoðunarferðir frá Húsavík sem er um 15% samdráttur frá árinu 2023 sem var stærsta árið frá upphafi siglinga. Helsta ástæða samdráttar á milli ára er að fyrirtækin þurftu að fella niður mikið af ferðum vegna óvenjulegs tíðarfars undangengið sumar. Þróun farþegafjölda frá árinu 2016 má sjá á meðfylgjandi stöplariti. Fjögur fyrirtæki hafa boðið uppá í hvalaskoðunarferðir á þessu ári.

Hafnasjóður Norðurþings framkvæmdi töluvert á árinu til að bæta aðstöðu til að þjónusta farþega við höfnina og má þar m.a. nefna að sett var niður ný flotbryggja á miðhafnarsvæðinu sem er mun lengri og breiðari en þær flotbryggjur sem fyrir eru.

Nýjast