Fréttir

Barr Kaffihús opnar í Hofi

Lesa meira

Velheppnað minningarmót um Gylfa Þórhallsson

Lesa meira

Ljóð og vísur eftir Hjálmar Freysteinsson

Lesa meira

Frumskógur í stofunni

Eins og komið hefur fram í fyrri þáttum af Með mold undir nöglunum er ræktun pottablóma mitt helsta áhugamál í dag; og í rauninni allt sem viðkemur ræktun. Ég hef alið með mér þann draum lengi að vera með sjálfbært heimili er viðkemur grænmeti og ávöxtum. Markmiðið er að rækta allt mitt grænmeti sjálfur og jafnframt einhverjar tegundir af berjum. Nú er ég líka að fara flytja og á nýja heimilinu verður gróðurhús og berjagarðar. Ég gæti ekki hlakkað meira til.
Lesa meira

„Allt mitt fjölskyldulíf snerist um sjóinn og útgerð frá því að ég man eftir mér“

Sigurgeir Pétursson skipstjóri frá Húsavík hefur verið búsettur í Nýja-Sjálandi (NS) í 31 ár. Hann hefur verið með skip sem gerð eru út frá Ástralíu og Argentínu til veiða á tannfisk og hokinhala en nýverið kom hann til hafnar með metafla. Á 32 veiðidögum fiskaðist 5650 tonn upp úr sjó; 1245 tonn frosið og 160 tonn af mjöli. Þetta er nýtt met á skipið. Auk þess er Sigurgeir ræðismaður Íslands á NS síðan 2003. Sigurgeir er búsettur í Nelson á NS ásamt eiginkonu sinni Söruh. Þau eiga fimm börn sem öll búa á NS utan eitt sem býr á Íslandi. „Þar eigum við líka þrjú barnabörn. Eitt barnabarnanna okkar á Íslandi, lítil dama sem heitir Hrefna Margrét, fæddist í janúar í fyrra og vegna COVID höfum við ekki enn komist að heimsækja hana sem er afskaplega erfitt,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir hefur starfað við sjómennsku alla tíð fyrir utan nokkur ár þegar hann var framkvæmdastjóri hampiðju í Ástralíu í nokkur ár. „Þrátt fyrir að mér líkaði vel við það starf, togaði sjórinn alltaf í mig og ég fór aftur út á sjó,“ segir Sigurgeir en sjómennskuferillinn hófst í róðrum með föður hans og afa á Húsavík. „Það má segja að ég hafi byrjað með afa mínum Hólmgeiri Arnarsyni frá Grund í Flatey á Skjálfanda á lítilli 6 metra langri trillu sem hann átti. Við rerum á handfæri en einnig fórum við stundum með línustokka og á vorin fór ég annað slagið með honum að vitja um grásleppunet,“ útskýrir Sigurgeir.
Lesa meira

„Alltaf þrifist best í lifandi umhverfi“

Rakel Hinriksdóttir er grafískur hönnuður, búsett á Akureyri og starfar við dagskrárgerð og verkefnastjórn hjá N4. Hún er frá Laugum í Reykjadal og bjó þar til 11 ára aldurs en ólst upp að hluta til á Akureyri. Rakel er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum. -Hvernig lá leiðin í fjölmiðlabransann Rakel? "Það var ekki alveg bein leið. Eg var spennt fyrir fjölmiðlum þegar ég var yngri, fór í fjölmiðlavalgrein í 10. bekk og fannst það mjög gaman. Í Menntaskólanum missti ég af starfskynningarferð til Reykjavíkur vegna fótbolta og þurfti sjálf að skipuleggja starfskynningu í staðinn á Akureyri. Ég heimsótti fjölmiðlana á svæðinu og sérstaklega var heimsóknin í RÚV eftirminnileg. Það byrjaði allt svona frekar rólega en þróaðist svo út í það að ég fékk að fara með Karli Eskil að sækja glænýja frétt út á Dalvík, þar sem við hentumst í það að fjalla um mikið hitamál sem tengdist grunnskólunum. Spennan og tilfinningarnar sem streymdu frá viðmælendum Kalla hrifu mig algjörlega með, en ég fékk að halda á hljóðnema og fannst ég algjörlega með þarna í fréttaliðinu. Löngu seinna, eftir framhaldsnám í USA í grafískri hönnun, varð röð atvika til þess að ég fékk vinnu á N4 og hef verið þar í þrjú ár, tvö í dagskrárgerð. Það er svo bara skemmtilegur bónus að fá að vinna með Kalla aftur eftir öll þessi ár!
Lesa meira

Blessuð fermingarbörnin

Lesa meira

Staðsetja ætti björgunar- og sjúkraþyrlu á Akureyri

Lesa meira

Kaldbakstjarnir verða áfram friðaðar

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings tók fyrir erindi frá Sigurjóni Benediktssyni að Kaldbaki. Í erindinu hvetur hann sveitarstjórn til að endurvekja friðun lands og vatna í sveitarfélaginu með tilliti til fuglalífs.
Lesa meira

Svar við bréfi Einars

Lesa meira