31.05
Egill Páll Egilsson
Linda Margrét Baldursdóttir hjólaði ásamt eiginmanni sínum Kristjáni Eiðsyni 430 km. leið frá Húsavík til Hafnar í Hornafirði síðast liðið sumar. Ferðin reyndist hið mesta ævintýri þar sem veðuröflin létu finna fyrir sér. Um næstu helgi hefst nýtt hjólreiðaævintýri þegar þau hjónin leggja af stað frá Höfn til Reykjavíkur. Blaðamaður Vikublaðsins ræddi við Lindu á dögunum.
Lesa meira
29.05
Silja Jóhannesdóttir
Síðasta sumar var ólíkt öllum öðrum vegna ástæðu sem allir þekkja. Íslendingar nýttu sér í mun meira mæli áfangastaði innanlands og þá þjónustu sem er í boði um landið okkar allt en þeir hafa gert áður. Samsetning ferðafólks var þannig, með tilliti til þjóðernis, ólík því sem ferðaþjónustuaðilar hafa átt að venjast.
Lesa meira
29.05
Akureyringurinn Baldvin Z er einn fremsti leikstjóri landsins og hefur sent frá sér kvikmyndir á borð við Lof mér að falla og Vonarstræti sem hafa slegið í gegn. Baldvin Z fékk snemma áhuga á kvikmyndagerð og var ungur að árum þegar hann vissi hvað braut hann ætlaði að feta í lífinu. Baldvin Z er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum. „Covid fór bara frekar vel með mig og mína og er ég endalaust þakklátur fyrir það. Ég er spenntur fyrir sumrinu, sem reyndar fer mestmegnis í vinnu hjá mér. Ég er í tökum núna á sjónvarpsseríunnni Svörtu Söndum sem verða frumsýndir á Stöð 2 um jólin. Þetta er alveg eitthvað annað. Geðveikt spennandi saga, frumleg og frökk í umhverfi sem við höfum séð áður, en kemur okkur svo sannarlega á óvart. Svo eru tvær bíómyndir í farvatninu og einnig leikinn sería um Frú Vigdísi Finnbogadóttur.....
Lesa meira
28.05
Egill Páll Egilsson
Þann 11. maí sl. tók Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings fyrir erindi frá Jóni Helga Björnssyni f.h. Veiðifélags Laxár í Aðaldal, Páli Ólafssyni f.h. Veiðifélags Mýrarkvíslar og Guðmundi Helga Bjarnasyni f.h. Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindarlækjar. Erindið var jafnframt sent til Fiskistofu en þar óska viðkomandi eftir því að bann verði lagt við netaveiðum á göngusilungi í sjó í Skjálfandaflóa.
Lesa meira
28.05
Egill Páll Egilsson
Gunnar Gíslason bæjarfulltrúi D-lista á Akureyri gaf það út á dögunum að hann hyggðist ekki gefa kost á sér næstu sveitastjórnakosningum. Þegar hann gaf kost á sér sem oddviti Sjálfstæðisflokks árið 2014 hafði hann á orði að hann myndi sitja í minnst átta ár en mest 12 ár ef hann fengi til þess umboð.
Lesa meira