Lægsta hlutfall erlendra íbúa á Norðurland eystra
Lægsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang er á Norðurlandi eystra, 8,6%. Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um fjölda erlendra ríkisborgara sem eru með skráða búsetur hér á landi eftir sveitarfélögum og miðast tölurnar við 1. desember árið 2021.
Fram kemur á vefsíðu Þjóðskrár að hlutfall erlendra ríkisborgara sé afar breytilegt á milli sveitarfélaga eða frá rúmum 44% og niður í 1% þar sem það er lægst. Hlutfallið er að jafnaði um 14% þegar horft er til allra sveitarfélaga landsins.
Á Norðurlandi eystra hefur Skútustaðahreppur hæst hlutfall íbúa með erlent ríkisfanga, alls 26% en af 485 íbúum í sveitarfélaginu eru 126 útlendingar. Þar næst kemur Langanesbyggð með 25% hlutfall og Norðurþing með tæp 18%. Í Svalbarðsstrandarhreppi, Dalvíkurbyggð, Tjörneshrepp og Grýtubakkahrepp eru á bilinu 11 til 15% íbúa frá öðrum löndum en Íslandi. Hvað Tjörneshrepp varðar má geta þess að útlendingar eru 8 talsins af alls 61 íbúa.
Í Hörgársveit og Eyjafjarðarsveit er hlutfallið aðeins undir 5% og rétt yfir í Þingeyjarsveit. Á Akureyri bjuggu 1260 manns með erlent ríkisfang í byrjun desember eða 6,4%
/MÞÞ