NÝTT FRAMBOÐ – GOTT FÓLK
Hjörleifur Hallgrímsson skrifar
Senn lýður að bæjarstjórnarkosningum, sem verða 14. maí n.k.
Í fyrsta skipti býður sig fram stjórnmálaafl hér á Akureyri sem hefur að leiðarljósi að vinna fyrir eldri borgara, öryrkja og þá sem minna mega sín og segir fólkið fyrst svo allt hitt á eftir JÖFNUÐUR, SAMVINNA , MANNÚÐ. Þetta stjórnmálaafl er FLOKKUR FÓLKSINS sem auðvitað hefur svo fleiri mál á stefnuskrá sinni og má þar til nefna skipulagsmál sem eru í fullkomnu ólestri og ábyrgðarleysi, fjármál bæjarins sem einkennst hafa í sumum tilfellum af sukki, ábyrgðarleysi og gæluverkefnum og síðan heilbrigðismál, skólamál, íþróttir og listir svo eitthvað sé nefnt.
Ég undirritaður hef starfað lengi í pólitík og óttast þá miklu endurnýjun, sem er framundan í bæjarstjórn Akureyrar þar sem líklega aðeins fjórir af ellefu núverandi fulltrúar eru í framboði. Þar af leiðir að margt ungt fólk og reynslulítið í lífinu almennt er í framboði og grunur minn er sá að þar fari sumir fram af meiri metnaði en ábyrgð af því það þykir fínt að sitja í bæjarstjórn en hugsjónina vantar. Ég er alls ekki á móti ungu fólki nema síður sé og finnst það margt hafa mikið til brunns að bera en hollt er hverjum að þekkja sinn vitjunartíma. „Hvað ungur nemur þá gamall temur“. Mikið til þess vegna teflir FLOKKUR FÓLKSINS fram fullorðnu fólki, reynslumiklu úr lífsins ólgu sjó og vel menntuðu en auðvitað yngra fólki innan um.
SANNLEIKURINN UM BSO MÁLIÐ
Málþóf stendur mikið um staðsetningu þess gamla og fornfræga húss BSO húsið. Skipulagsráð vill húsið í burtu í óþökk fjölmargar bæjarbúa og einnig bifreiðastjóranna. Margrét Imsland framkv.stj. bifreiðastöðvarinnar og í framboði fyrir Miðflokkinn hefur farið mikinn í Mbl, Fréttablaðinu og nú síðast í viðtali við fréttamann RÚV á Akureyri þegar þetta er skrifað um flutning á húsinu og hefur alfarið á ómerkilegan hátt að því er séð sleppt aðalatriði málsins. Þarna hef ég saknað úr sama starfi, sem var fyrir góðrar og röggsamrar konu í alla staði en það var Ásdís Ásmundsdóttir, sem er gegnheil manneskja mjög. Aðalatriði BSO málsins er að ég var í góðu sambandi við forstöðukonu Minjasafns Íslands, Kristínu Huld. Í framhaldi af því var afráðið að ég skrifaði beiðni til Minjasafnsins um friðlýsingu hússins eftir góða umsögn um húsið og tilurð þess frá annars vegar Jóni Hjaltasyni sagnfræðingi en hann er sá sem hefur skrifað sögu Akureyrar allt frá árinu 890 og hins vegar frá Runólfi Ólafssyni form. FÍB, sem eftir mikla eftirgrenslan fullyrti að BSO væri eina húsið á öllu Íslandi, sem hefði verið byggt sem leigubílastöð og væri enn tæpum 70 árum seinna rekin sem slík. Minjastofnun gat samt ekki orðið við beiðni minni um friðun hússin en í greinargerð, sem til er í tölvupósti frá úrskurðarnefnd Minjastofnunar og ég afhenti Margéti Imsland persónulega er skýrt tekið fram að við húsinu eða þeirri starfsemi, sem þar er getur bæjarstjórn Akureyrar ekki hróflað nema í fullu samráði við leigubifreiðastjórana sjálfa. Svo mörg eru þau orð sem Margrét hefur á ómerkilegan hátt hvergi komið á framfæri og þess vegna skal hér komið á framfæri. Einnig að hægt er að ímynda sér hvaða afstöðu Miðflokkurinn tekur til málsins. Þá vildi ég biðja frétta og blaðamenn RÚV, Mbl. og Fréttablaðsins að hafa það sem sannara reynist en ekki vaða í villu og svíma. Að lokum vil ég geta þess að ég veit ekki annað en FLOKKUR FÓLKSINS sé meðmæltur veru BSO hússins á þeim stað sem það er nú.
Hjörleifur Hallgríms eldri borgari