Spenntur og vonar að gestir eigi ljúfar stundir í vændum

Reynir Gretarsson matreiðslumaður hefur tekið við rekstri veitingastaðarins í Lystigarðinum á Akurey…
Reynir Gretarsson matreiðslumaður hefur tekið við rekstri veitingastaðarins í Lystigarðinum á Akureyri, hann heitirLYST og verður hér eftir opin allt árið. Ýmis konar menningarviðburðir, tónleikar og kynningar verða í boði yfir veturinn. Mynd/MÞÞ

 

„Ég er megaspenntur fyrir þessu og vona svo sannarlega að Akureyringar og þeirra gestir eigi hér ljúfar og góðar stundir,“ segir Reynir Gretarsson sem opnað hefur nýjan veitingastað LYST í Lystigarðinum á Akureyri. Rekstur veitingahússins var boðin út á liðnu hausti og ákvað Reynir sem er matreiðslumaður að taka þátt. Hann fékk að vita seint á síðasta ári að hann fengi reksturinn.

LYST var opnað skömmu fyrir páska og segir Reynir að viðtökur fyrstu dagana hafi verið góðar og lofi góðu um framhaldið. Hann hafi enn sem komið er ekki auglýst nema á samfélagsmiðlum en gestir eru farnir að líta við í kaffisopa. Hann á von á að umferð aukist í takt við hækkandi sól. «Garðurinn er allur að taka við sér, Guðrún og aðrir starfsmenn Lystigarðarins vinna frábært starf viðað  halda honum í góðu standi og undirbúa hann fyrir sumarið,» segir Reynir. Lystigarðurinn á Akureyri hefur um langt árabil verið einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum bæjarins.

Vildi ekki sleppa góðu starfi bara fyrir eitthvað

Reynir er Akureyringur, hann lærði til matreiðslumanns á Strikinu og lauk prófi þar í desember 2012. Starfaði hann þar um skeið en hélt svo til Malmö í Svíþjóð þar sem hann fékk starf á veitingastaðnum Bloom in the park. Á meðan Reynir vann á staðnum var honum úthlutað Michelin stjörnu. „Og það var nú aldeilis ekki leiðinlegt að upplifa það,“ segir hann. Reynir bjó í Svíþjóð um tveggja ára skeið en flutti þá til Íslands, settist að í Reykjavík þar sem hann hefur undanfarin ár starfað sem framleiðslustjóri hjá Omnom. „Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað hin síðari ár og þetta voru skemmtileg ár, gaman taka þátt í vexti fyrirtækisins,“ segir hann 

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast