Fjósakallarnir ómissandi sjálfboðaliðar

Fjósakallar, frá vinsti Árni Árnason, Haraldur Bjarnason, Heimir Jóhannsson, Guðmundur E. Lárusson, …
Fjósakallar, frá vinsti Árni Árnason, Haraldur Bjarnason, Heimir Jóhannsson, Guðmundur E. Lárusson, Magnús Ingólfsson, Viðar Þorleifsson og Hafberg Svansson. Þórhall Pálsson vantar á myndina, en hann hefur lagt sín lóð á vogarskálar við uppbyggingu á Jaðarsvelli um árabil.

Svokallaðir Fjósakallar, sjálfboðaliðar sem unnu við að koma upp „fjósi“ við Golfvöllinn á Akureyri síðastliðinn vetur hafa ekki látið deigan síga. Þeir luku nýlega við að reisa fyrra salernishúsið af tveimur sem koma á upp við Jaðarsvöll. Það er við göngustíg við sjöunda teig en hið síðara verður við fjórtánda teig.

„Við erum þeim ævinlega þakklátir fyrir frábært sjálfboðaliðastarf undanfarin ár en þeir standa sína vakt alla daga hér upp á velli við hin ýmsu verk,“ segir á vefsíðu Golfklúbbs Akureyrar. Félagarnir voru verðlaunaðir á síðasta aðalfundi GA þar sem þeir fengu ýmist gull- eða silfurmerki GA.

Þeir sem fengu gullmerki voru Guðmundur E. Lárusson, Heimir Jóhannsson, Magnús Ingólfsson og Þórhallur Pálsson. Silfurmerki hlutu þeir Hafberg Svansson, Karl Haraldur Bjarnason og Viðar Þorleifsson.

Það er heimasíða  GA sem segir frá þessu.

Nýjast