6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Frost er úti fuglinn minn
Það fer ekki fram hjá nokkrum að á Norðurlandi er ansi kalt en sem betur fer er hægur vindur léttskýjað og margir kalla þetta fallegt verður en þeir finnast líka sem sjá enga fegurð í öllum þessum kulda. Samkvæmt því sem lesa má á heimasíðu Veðurstofu íslands fór frostið í nótt niður í tæpar 19 gráður á Akureyri á meðan kvikasilfrið seig niður i tæpar 17 gráður á Húsavik um sjöleitið í morgun.
Það verður oft ansi kalt inn til landsins og þannig mældist 24.1 stigs frost við Mývatn við athugun klukkan sex í morgun. Samkvæmt ekki sérlega vísindalegir athugun vefsins en þó athugun byggðri á heimasíðu Veðurstofu þá eru Mývetningar sem eiga ,,metið“ þó Staðarhóll í Aðaldal og Tofur í Eyjafjarðarsveit hafi vissulega ekki verið langt að baki með -23.6 Staðarhóll og Torfur með -23.2.
Ekki verður dregið í efa að lægri tölur hafa sést í nótt en þessar upplýsingar eru fengnar af heimasíðu þeirra á Veðurstofunni eins og komið hefur fram. Samkvæmt veðurspám hvar sem borið er niður má búast við svipuðu áfram næstu 5-8 daga spám ber ekki saman um lengd þessa kuldakafla en eru þó allar á þvi að það verðir mjög kalt.
Það er rétt að minna á að í svona kulda er hart i búi hjá smáfuglunum og vert fyrir fuglavini að hugsa til þess.