Sigrún hættir með Matargjafir eftir 10 ára starf

Sigrún Steinarsdóttir hefur starfrækt Matargjafir á Akureyri og nágenni í áratug. Hún hættir starfse…
Sigrún Steinarsdóttir hefur starfrækt Matargjafir á Akureyri og nágenni í áratug. Hún hættir starfseminni 1. maí næstkomandi.

Með sorg í hjarta hef ég ákveðið að hætta með Matargjafir Akureyri og nágrenni þann 1 mai 2024 skrifar Sigrún Steinarsdóttir sem haldið hefur starfsemi Matargjafa úti í áratug, ein eða með öðrum.

Hún segir álagið í kringum þá miklu sjálfboðavinnu sem fylgir starfinum gríðarlegt fyrir sig og sína fjölskyldu, álag vegna matarkassa, öll skilaboðin sem henni berast allan sólarhringinn alla daga ársins.

" Ég hef ekki tekið frí í þau 10 ár sem Matargjafir hafa verið starfrækt, ef ég hef farið burtu hafa aðrir fjölskyldumeðlimir séð um matinn á meðan ég hef lagt inn á kort. Ég vona að þið skiljið ástæðu mína og virðið þessa ákvörðun," segir Sigrún og kveðst upplýsa um hvort Matargjafir verði starfræktar með öðru sniði eða hvort starfsemin leggist alveg niður.

 

 

Nýjast