20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps Nú sem áður gjaldfrjálsar skólamáltíðir
Svalbarðsstrandarhreppur býður nú sem áður uppá gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Mynd svalbardsstrond.is
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps fagnar því að aðilar á vinnumarkaði hafi sameinast um skynsamlega langtíma kjarasamninga með áherslu á minni verðbólgu, lægri vexti, aukinn fyrirsjáanleika og þar með að skapa skilyrði fyrir stöðugleika í íslensku efnahagslífi.
Sveitarstjórn samþykkti að í tengslum við kjarasamninga verði gjaldskrárhækkanir er varða leikskóla og grunnskóla endurskoðaðar og færðar niður í 3,5% hækkun. Þessi breyting tók gildi 1. apríl 2024. Svalbarðsstrandarhreppur býður nú sem áður uppá gjaldfrjálsar skólamáltíðir.