Mannréttindaviðurkenning Akureyrarbæjar til Rauða krossins við Eyjafjörð

Fulltrúar Rauða krossins við Eyjafjörð, frá vinstri Þorsteinn K. Björnsson formaður, Linda Hrönn Sig…
Fulltrúar Rauða krossins við Eyjafjörð, frá vinstri Þorsteinn K. Björnsson formaður, Linda Hrönn Sigfúsdóttir sjálfboðaliði í fataverkefnum, Ingibjörg Elín Halldórsdóttir deildarstjóri og Sigríður Stefánsdóttir stjórnarkona og sjálfboðaliði í fataverslun. Mynd RK

„Rauði krossinn byggir starf sitt umfram allt á framlagi sjálfboðaliða. Rauði krossinn á Íslandi og við Eyjafjörð hefur verið svo lánsamur að eiga á hverjum tíma aðgang að öflugum hópi sjálfboðaliða. Framlag þeirra til mannúðarmála verður seint metið til fjár. Vegna þessa sjálfboðna starfs er starfsemin í okkar samfélagi jafn öflug og raun ber vitni,“ sagði Þorsteinn Björnsson formaður deildarinnar þegar hann tók við viðurkenningunni.

 Hann þakkaði sjálfboðaliðum mikið og óeigingjarnt framlag til mannúðarmála og þeim sem til Rauða krossins leita fyrir traustið. Þá færði hann Akureyrarbæ þakkir fyrir að veita deildinni þessa viðurkenningu sem myndi hvetja félagið til að halda áfram því góða starfi sem það sinnir.

Nýjast