Sigurganga Þórs heldur áfram
Þór frá Akureyri sækir sífellt í sig veðrið áfram í Dominos-deild karla í körfubolta. Í kvöld sótti tvö liðið stig til Njarðvíkur í bráðfjörugum leik Þar sem Þröstur Leó Jóhannsson fór á kostum í liði Þórs. Leiknum lauk 105:94 fyrir Akureyringana.
Þórsarar stukku með sigrinum upp í fimmta sæti Dominos-deildarinnar og eru með 10 stig. Næsti deildarleikur Þórs er heima gegn Keflavík 9. desember nk. en liðið fær hins vegar Tindastól í heimsókn í 16 liða úrslitum Maltbikarsins á sunnudag klukkan 17.