Fréttir

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera fyrirferðarmikil í umræðu um stöðu sveitanna. Enda var málefnið eitt helsta umræðuefni á haustfundum Bændasamtaka Íslands. Uppkaup og jarðasöfnun fjárfesta og samkeppnisstöðu landbúnaðar. Um stöðu ungra bænda og eldri bænda sem væru að afhenda bú sín til yngri kynslóða.

Lesa meira

Orkumál

Alþingiskosningar ber brátt að garði. Þar skipar undirrituð 2. sætið á lista VG í norðausturkjördæmi. Ég bý á Björgum í Kinn í Þingeyjarsýslu þar sem systir mín og ég tókum við búi 2017 af foreldrum okkar. Þar er mjólkurframleiðsla, umfangsmikil jarðrækt, kornrækt og örfáar kindur.
Meðal starfa minna í félagsmálum má nefna formennsku í Samtökum ungra bænda og þá hef ég setið í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar frá árinu 2018 og er nú formaður byggðarráðs

Lesa meira

Þakklæti er varla nægilega sterkt lýsingarorð

„Ég þurfti að gera hlé á máli mínu því tárin bara runnu niður kinnarnar,“ segir Marta Kristín Rósudóttir verkefnastjóri hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Dekurdagar afhentu félaginu alls 6, 7 milljónir króna og hefur upphæðin aldrei verið hærri en nú. Frá árinu 2012 hafa Dekurdagar safnað 37.850.000 kr. fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar

Lesa meira

Fjórtándi jólasveinninn hjá Freyvangsleikhúsinu

Fjórtándi jólasveinninn er frumsamið jólaverk eftir Ásgeir Ólafsson Lie sem segir sögu af hinum hefðbundnu jólasveinunum 13 sem og Grýlu, Leppalúða og jólakettinum. Nema í þessu leikverki eru jólasveinarnir ekki bara þrettán heldur er þarna sá fjórtándi sem enginn átti von á. Leikritið verður frumsýnt hjá Freyvangsleikhúsinu á laugardag, 23. nóvember og verður sýnt á aðventunni.

Lesa meira

Dásamlegt og gefandi að starfa í kvenfélagi

„Það er dásamlegt að starfa í kvenfélagi. Þetta er yndislegur félagsskapur,  gefandi á allan hátt. Við skemmtum okkur vel, látum gott af okkur leiða en vinnum okkar verk yfirleitt í hljóði og erum ekki að auglýsa það sérstaklega þó við gerum góðverk,“ segir Auður Thorberg formaður Kvenfélagsins Hjálparinnar í Eyjafjarðarsveit.

Lesa meira

Mikil ásókn í íbúðir á vegum Bjargs á Húsavík

Óhætt er að segja að mikill áhugi sé á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag er að byggja á Húsavík í samstarfi við Norðurþing, en þetta kemur fram á heimasíðu Framsýnar í dag.  

Lesa meira

Litlu jólin á sjó!

Áralöng hefð er fyrir því að áhafnir fiskiskipa Samherja haldi litlu jól í aðdraganda jólanna.   Kokkarnir töfra þá fram hverja kræsinguna af annarri. Litlu jól áhafna Kaldbaks og Snæfells voru haldin hátíðleg á dögunum.

Lesa meira

Boðað verkfall lækna mun hafa áhrif á þjónustu SAk.

Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt verkfallsboðun og hafi ekki samist skellur boðað verkfall lækna á eftir nokkra daga eða um miðnætti aðfaranótt mánudagsins 25. nóvember n.k.

Lesa meira

Hvítasunnukirkjan styrkir Hollvinasamtök

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri fengu afhentan rausnarlegan peningastyrk frá Hvítasunnusöfnuðinum, alls 800 þúsund krónur nýverið.

Lesa meira

Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar?

  Einhver myndi segja að sá bóndi er seldi frá sér allar bestu mjólkurkýrnar væri vitlaus maður. Utan ef tilgangurinn væri að pakka saman, hætta rekstri og selja hæstbjóðanda.

Lesa meira