Kemst Þór á toppinn?
Sigurganga Þórs í Inkasso-deild karla í knattspyrnu heldur áfram en liðið hefur unnið þrjá leiki í röð og er nú aðeins tveimur stigum frá toppsætinu.
Þór situr í fjórða sæti með tíu stig, jafnmörg stig og Leiknir R. og KA sem eru í næstu sætum fyrir ofan en Þórsarar hafa lakari markatölu. Grindavík er á toppnum með 12 stig. Kristinn Þór Björnsson tryggði Þór sigur gegn Selfossi á útivelli í síðustu umferð en lokatölur urðu 1-0. Þór fær Hugin í heimsókn á sunnudaginn kemur þann 12. júní en leikurinn á Þórsvelli hefst kl. 14:00. Huginn situr í tíunda og þriðja neðsta sæti deildarinnar með aðeins þrjú stig. Með sigri í leiknum á sunnudaginn og hagstæðum úrslitum úr leikjum lið- anna í sætunum fyrir ofan getur Þór vermt toppsæti deildarinnar þegar tveggja vikna hlé verður gert á deildinni vegna EM í Frakklandi.