KA og Þór spáð góðu gengi í sumar
Inkassodeildin er rétt í þann mund að hefjast. Akureyrarliðin KA og Þór munu etja kappi í sömu deild í sumar. Samkvæmt spá þjálfara og fyrirliða deildarinnar sem fotbolti.net hefur tekið saman er Akureyrarliðunum spáð góðu gengi. Þór er spáð 4. sætinu á meðan að KA er spáð upp um deild. Ekki er búið að gefa upp hvort KA sé spáð 1. eða 2. sæti.
KA tekur á móti Fram á laugardaginn kl. 16:00 á KA-velli.
Þór leikur gegn Leikni á Leiknisvelli á sama tíma.