Hæfileikakeppni Akureyrar Brynja Dís sigraði
Brynja Dís sigraði keppnina með frábæru atriði þar sem hún flutti frumsamið ljóð. Dansatriðið Skólarapp hlaut verðskuldað 2. sæti en danshópinn mynda þær Alexandra, Eva Elísabet, Hrafntinna Rún, Karítas Hekla, Karítas Von, Margrét Varða og Sóldögg Jökla. Kristín Bára Gautsdóttir landaði þriðja sætinu fyrir frábært söngatriði þar sem hún söng lagið from The start með Laufey.
Hæfileikakeppni Akureyrar er fyrir börn í 5. - 10. bekk. Stemmningin var góð. Atriðin voru tæplega 20 og tóku 40 krakkar þátt.