Lundinn er kominn í Grímsey

María H. Tryggvadóttir mynd á vef Akureyrarbæjar
María H. Tryggvadóttir mynd á vef Akureyrarbæjar

Fyrstu lundarnir settust upp í Grímsey fyrir viku. Sjómenn höfðu séð til þeirra á sjó við eyjuna um mánaðamótin en mögulega hefur einstaklega fallegt veður síðustu daga orðið til þess að lundarnir hafi freistast til að hefja vorstörfin fyrr en ella segir á vefsíðu Akureyrarbæjar. 

Grímsey er án efa einn af bestu stöðunum á Íslandi til að sjá og ljósmynda lunda – ásamt þúsundum annarra sjófugla sem halda til í eyjunni yfir vorið og sumarið.

Nýjast