Akureyrarbær og Minjasafnið skrifa undir nýjan samning

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, og Sigfús Karlsson, formaður stjórnar Minjasafnsins, takast í h…
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, og Sigfús Karlsson, formaður stjórnar Minjasafnsins, takast í hendur að undirritun lokinni Mynd akureyri.is

Í dag var undirritaður nýr þjónustusamningur Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri sem tryggir rekstur og þjónustu Minjasafnsins næstu þrjú árin. Starfsemi safnsins afar fjölbreytt og er meginmarkmið samningsins að hann endurspegli hlutverk þess.

Minjasafnið safnar og varðveitir menningararfinn, skráir safnkost í munaskrá, rannsakar menningarminjar, miðlar menningararfnum og stendur fyrir eða tekur þátt í ýmsum viðburðum.

Fræðslustarf safnsins miðar að því að efla menningarlæsi íbúa á öllum aldursstigum. Sérstök áhersla er á menningu og lífshætti á starfssvæðinu. Fræðsla safnsins til íbúa og stofnana sveitarfélaganna er án endurgjalds.

Minjasafnið á Akureyri veitir almenningi og stofnunum á starfssvæði safnsins upplýsingar er varða safngripi, húsvernd, ljósmyndir og þjóðhætti án endurgjalds nema ef um viðameiri verkefni að ræða, s.s. húsakönnun, stærri rannsóknarverkefni eða útgáfu.

Minjasafnið á Akureyri veitir sveitarfélaginu ráðgjöf og stuðning um faglega starfsemi safna, annarra skyldra verkefna eða varðandi menningarminjar.

Sérstakur viðauki er við samninginn sem undirritaður var í dag en þar segir orðrétt: "Samningsaðilar eru sammála um að á árinu 2025 verði lokið við úttekt á geymslumálum safna í samræmi við Safnastefnu Akureyrar og að árinu 2026 muni samningsaðilar í sameiningu ljúka úttekt á húsnæðisþörf Minjasafnsins í samræmi við sömu stefnu."

Frá þessu segir á nýrri heimasíðu bæjarins, www.akureyri.is

Nýjast