Tónleikaröðin Hvítar Súlur
Ný tónleikaröð „Hvitar Súlur“ hefur göngu sína á Pálmasunnudag í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þá stígur á stokk strengjakvartettinn Spúttnik skipaður þeim Sigríði Baldvinsdóttur, Diljá Sigursveinsdóttur, Vigdísi Másdóttur og Gretu Rún Snorradóttur. Flutt verða verk eftir Bach, Gylfa Garðarsson, Vasks að ógleymdum hinum víðfræga Keisarakvartett Haydns.
Tónleikarnir hefjast kl 16 og eru í Hömrum. Menningarhúsið Hof er styrktaraðili tónleikanna. Miða er hægt að nálgast á heimasíðu Mak og einnig á tix. Veittur er 20% afsláttur fyrir félagsmenn Tónlistarfélags Akureyrar og frítt fyrir börn.