Ákvörðun um rafvæðingarhluta Torfunefsbryggju vegna komu minni skemmtiferðaskipa frestað

Á fundur  Hafnasamlags Norðurlands  í gær miðvikudag var  m.a.Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2025 tekin til síðari umræðu.

Fram kom að helstu verkefni eru áframhaldandi vinna við Torfunefsbryggju og Dysnes auk minni verka.

Hlutur Hafnasamlagsins í þessum framkvæmdum  er áætlaður 545 mkr.  Stjórn HN samþykkti framlagða tillögu, en frestaði  þó endanlegri ákvörðun um rafvæðingarhluta Torfunefsbryggju.

 Ástæða þess er að  mikil óvissa er varðandi komur minni skemmtiferðaskipa til landsins en eins og  fram hefur komið eru uppi hugmyndir um aukna skattheimtu  á  hringsiglingar þeirra, nokkuð  sem gæti tekið gildi um næstu áramót og  ferðirnar við það lagst af.

Nýjast