Verðlaun afhent á afmæli Völsungs

Íþróttakarl Völsungs árið 2024 varð Jakob Gunnar Sigurðsson og íþróttakona Völsungs 2024 varð  Halla…
Íþróttakarl Völsungs árið 2024 varð Jakob Gunnar Sigurðsson og íþróttakona Völsungs 2024 varð Halla Bríet Kristjánsdóttir. Mynd/epe
Íþróttafélagið Völsungur varð 98 ára laugardaginn 12. apríl. Af því tilefni ver slegið til veislu sem fram fór  í Hlyn, sal eldri borgara, sunnudaginn 13. apríl.
Við það tilefni var kunngjört um val á íþróttafólki Völsungs fyrir árið 2024. Íþróttafólk Völsungs var fyrst haldið 2015 og er þetta því í tíunda skipti sem íþróttakarl og íþróttakona Völsungs eru heiðruð með þessum hætti. Ásdís Jónsdóttir mætti fyrir hönd Íslandsbanka og veitti verðlaunin en bankinn hefur stutt við íþróttafólk Völsungs frá upphafi.
Að þessu sinni voru fimm deildir innan raða Völsugns sem tilnefndu tíu aðila í kjör á íþróttafólki Völsungs. Að auki tilnefndu þrjár deildir fimm aðila til hvatningarverðlauna. Hvatningarverðlaun eru veitt þeim aðilum 15 ára og yngri sem hafa staðið sig vel í starfi félagsins á einn eða annan hátt, hvort heldur sem inni á vellinum, á æfingum eða í almennu starfi félagsins.
Hvatningarverðlaun Völsungs að þessu sinni hlutu:
- Einar Örn Elíasson – almenningsíþróttir
- Auður Ósk Kristjánsdóttir – blak
- Hjörvar Þór Hnikarsson – blak
- Guðný Helga Geirsdóttir – knattspyrna
- Daníel Snær Lund - knattspyrna
 
Í kjöri til íþróttafólks Völsungs voru eftirtaldir aðilar:
- Aron Bjarki Kristjánsson blakmaður Völsungs 2024
- Aron Fannar Skarphéðinsson bocciamaður Völsugns 2024
- Dagur Ingi Sigursveinsson bardagamaður Völsungs 2024
- Dagný Þóra Gylfadóttir bardagakona Völsugns 2024
- Halla Bríet Kristjánsdóttir knattspyrnukona Völsungs 2024
- Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir blakkona Völsungs 2024
- Hörður Ingi Helenuson almenningsíþróttamaður Völsungs 2024
- Jakob Gunnar Sigurðsson knattspyrnumaður Völsungs 2024
- Marta Mele Annisius almenningsíþróttakona Völsungs 2024
- Rut Guðnýjardóttir bocciakona Völsungs 2024
 
Kosning fór þannig fram að allir greiðandi félagsmenn innan Völsungs höfðu tök á að kjósa og var kosningarþátttaka var með ágætum. Í tíu ára sögu íþróttafólks Völsungs hefur kosningin aldrei verið jafnari og er það merki um það öfluga starf sem unnið er innnan raða félagsins.
Að þessu sinni voru Halla Bríet Kristjánsdóttir og Jakob Gunnar Sigurðsson hlutskörpust í kosninu og hljóta því titilinn íþróttakarl og íþróttakona Völsungs fyrir árið 2024.

Nýjast