Afmælishringing á Sólborg
Íslandsklukkan sem stendur við Háskólann á Akureyri á Sólborg verður hringt 150 sinnum í dag k. 14:00. Ástæðan er 150 ára afmæli Akureyrarbæjar og 25 ára afmæli háskólans. Íslandsklukka er útilistaverk eftir Kristinn E. Hrafnsson sem Akureyrarbær afhenti háskólanum til afnota árið 2001. Hópur fólks úr háskólasamfélaginu og bæjarfélaginu mun skiptast á að hringja klukkunni þessi 150 slög og lauslega er gert ráð fyrir að hringingin taki um 30 mínútur.
Allir eru hjartanlega velkomnir til þess að fylgjast með og njóta sameiginlegrar stundar þar sem afmælum Akureyrarbæjar og HA er fagnað á táknrænan hátt.