Góð leiksvæði eru gulls ígildi
Skólalóð Oddeyrarskóla
Skólalóð Síðuskóla
Skólalóð Oddeyrarskóla
Skólalóð Síðuskóla
Það gladdi alla Norðlendinga þegar karlalið KA varð Bikarmeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti í sögu félagsins. KA var vel að þessum sigri komið, gleði og stolt þeirra einlægt. En við Þingeyingar, sem erum ekki þekktir fyrir mikla hógværð, viljum benda á staðreyndir sem tengjast þessu afreki
Hafið smá þolinmæði með mér. Mig langar til að byrja á lítilli sögu af þeim skáldbræðrum og vinum, skáldinu á Sandi, Guðmundi Friðjónssyni, og þjóðskáldinu, Matthíasi Jochumssyni. Eitt sinn sem oftar leit Guðmundur við hjá vini sínum á Sigurhæðum. Þeir höfðu um margt að spjalla, báðir skrafhreifnir og áhugasamir um menn og málefni. Loks kemur þó að kveðjustund og þar sem þeir eru komnir út á tröppu spyr Guðmundur skyndilega: „Geturðu sagt mér, Sigurhæðabúi, hvernig ég muni geta haldið mér andlega ungum til æviloka?“
Matthías svaraði samstundis: „Það get ég sagt þér, minn elskulegi, með því að skipta oft um skoðun.“
Sveitarstjórn Norðurþings fundaði á Kópaskeri fimmtudaginn 19. september sl. Á þeim fundi var samþykkt samhljóða tillaga meirihlutans um að hafin verði vinna við að kostnaðarmeta, kanna fjármögnunarleiðir og skoða útfærslur á uppbyggingu á bættri aðstöðu fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík. Samþykkt var að vísa málinu til fjölskylduráðs og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.
Íslenskt samfélag er stundum svo „öðruvísi“.
Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
Það virðist gilda það sama um varnaðarorð og góða vísu. Verður aldrei of oft kveðin.
Glæpahringir sem herja á fólk til að komast inn í heimabanka verða sífellt tæknilegri og aðferðir þeirra trúverðuglegri.
Borið hefur á að svikarar hringi í fólk og hafi af þeim fé með ýmiss konar blekkingum. Það nýjasta er að hringt er úr, að því virðist, íslenskum númerum en svikararnir eru þó enskumælandi. Tilboð þeirra eru oft of góð til að vera sönn, og þá er það oft málið, þetta eru svik.
Ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag.
Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils er að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar.