Jólahugvekja - Máttur trausts, einlægni og kærleika.
Það er komið að því. Undanfarnar vikur höfum við leyft okkur að undirbúa jólin, og undirbúa okkur sjálf undir jólin. Einhver okkar hafa látið jólalögin koma sér í rétta skapið, eða lagt sig fram um að umbera þau. Ég og fleiri tókum þátt í Whamageddon, reyndum að lifa aðventuna af án þess að heyra Last Christmas með gæðadrengjunum í Wham. Ég tórði ekki lengi en það er í lagi, þeir eru ágætir.