Pistlar

Það er ekki allt að fara til fjandans!

Af hverju tölum við niður kennara og annað starfsfólk sem vinnur með börnunum okkar? Hvers vegna köllum við ábyrga foreldra leiðinlega og tökum umræðu um börn og ungmenni stöðugt útfrá neikvæðustu rannsóknargögnum sem völ er á?

Það tapa allir þegar að við tölum niður framtíð landsins.

Lesa meira

Slippurinn DNG kynnti sjálfvirknilausnir á Sjávarútvegsráðstefnunni

Nýsköpunarframlag í íslenskum sjávarútvegi.

Íslenskur sjávarútvegur hefur átt stóran þátt í tækniþróun á heimsvísu, þar sem fyrirtæki í greininni hafa náð góðum árangri í þróun sjálfvirkra og afkastamikilla lausna fyrir fiskvinnslu bæði til sjós og lands. Slippurinn DNG hefur lagt mikla áherslu á að mæta sívaxandi kröfum greinarinnar um aukna skilvirkni og gæði, þar sem notkun sjálfvirkra lausna stuðlar að bættri nýtingu afurða og hagkvæmni í ferlum. Lausnir Slippsins DNG eru einnig sérlega notendavænar, sem eykur notkunarmöguleika þeirra í fjölbreyttum aðstæðum og einfaldar verkferla til muna.

Lesa meira

Hinsta kveðja frá Í.F. Völsungi

Vilhjálmur Pálsson; Kveðjuorð

Lesa meira

Allt mannanna verk - orkuöryggi á Ís­landi

Raforka er ein af grunnþörfum okkar samfélags og er afhendingaröryggi raforku ekki aðeins grundvallarþjónusta heldur einnig lykilþáttur í daglegu lífi landsmanna og í efnahagslegum vexti og velferð landsins. Það hefur varla vafist fyrir neinum að það sé skortur á raforku hér á landi, sem hamlar frekari vexti og veldur áhyggjum sérfræðinga. Þeir hafa í langa hríð bent á að næstu ár gætu orðið erfið vegna hugsanlegra raforkuskerðinga og takmarkaðs framboðs á raforku.

Lesa meira

Viðreisn íslensks landbúnaðar?

„Lækkun tollahindrana skapar tækifæri fyrir landbúnaðinn.”

Já, þetta fullyrðir Viðreisn í stefnuskrá sinni. Bætir við: “Endurskoða þarf reglulega áhrif tolla á frjáls viðskipti og matvælaverð.” 

Svo reyndar ekki bofs meir. Punktur. 

 

Lesa meira

Ekki benda á mig

Brátt göngum við til kosninga einu sinni enn. Í annað skipti á þessu ári. Síðast tókst okkur vel til og völdum við okkur forseta sem við verðum stolt af.

Núna eru vonbiðlarnir þeir sem vilja setjast á Alþingi Íslendinga og sýna þar hvað í þeim býr.

Lesa meira

Matur handa öllum.

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands kallað eftir því að stjórnmálaöfl skýri sjónarmið sín í málefnum landbúnaðarins. Það var athyglisvert að heyra málflutning þeirra því staðreyndin er sú að bændum á Íslandi hefur fækkað mikið, sérstaklega í mjólkurframleiðslu þótt að á sama tíma hafi orðið talsverð framleiðsluaukning.

Lesa meira

Látum ekki blekkjast.

Kosningarnar eftir mánuð munu snúast um að skapa betri lífskjör fyrir venjulegt fólk hér á landi. Fyrir mér ættu framboðin nú að leggja fram sínar leiðir til að taka á verðbólgu, skapa tækifæri, efla velferðarkerfið og standa vörð um náttúruna, en sum hafa valið að spila á okkar lægstu hvata; ótta og andúð.

 

Lesa meira

Sjúkrahúsið á Akureyri

Ísland er fámennt en stórt land. Íbúaþróun síðustu áratugi hefur á margan hátt verið óskynsamleg. Samkvæmt gögnum frá Hagstofunni búa nú nálægt 80% landsmanna á stórhöfuðborgarsvæðinu en 20% landsmanna á gríðarlega víðfeðmu landsvæði utan þess. Fá dæmi eru um slíka samþjöppun búsetu í nokkru landi og fyrir vikið er það flókið verkefni að tryggja öllum landsmönnum fyrsta flokks lögbundna þjónustu, þótt sannarlega sé það bráð nauðsynlegt. Það á ekki síst við um réttinn til heilbrigðisþjónustu.

 

Lesa meira

Hvar er fjárveitingin í Húsavíkurflugið?

Þingeyingar hafa lengi barist fyrir því að áætlunarflugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur verði viðhaldið enda um mikilvæga samgöngubót að ræða, ekki síst fyrir heimamenn, ferðamenn og blómlegt atvinnulíf í Þingeyjarsýslum.

Lesa meira