Hvar eru sveitarstjórnarmenn?
Það er nokkuð ljóst að tekist var á um þá tillögu sem ríkissáttasemjari bar á borð fyrir KÍ, ríkið og sveitarstjórnir.
Það er nokkuð ljóst að tekist var á um þá tillögu sem ríkissáttasemjari bar á borð fyrir KÍ, ríkið og sveitarstjórnir.
Síðasta vika var kennaranum mér erfið! Fyrst ber þar að telja útspil bæjarstjórans Àsthildar Sturludòttur, um að bæjarstjórnin geti ekkert gert til að semja við okkur um hvernig klára eigi þann samning sem fyrir liggur frá 2016, þar sem þau eigi ekki fulltrúa í samninganefnd sem þau þurfa samt að fylgja? Fyrir mér sem hefur nú fengið það kveðið upp í Félagsdómi að ég er starfsmaður Akureyrarbæjar og ekki Hulduheima, finnst það afkáralegt svo ekki sé meira sagt að nú geti bæjarstjóri fyrir hönd bæjarstjórnar afsalað sér með öllu þessum samningaviðræðum við mig og kollega mína vegna samnings við samninganefnd frá 2023 sem hún segist bundin af. En hvað með samninginn sem hún er bundin af frá árinu 2016 við okkur? Er hægt að velja hvaða samningum maður er bundinn af?
Enn um tjaldsvæðisreitinn
Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst.
Ferðakostnaður barna og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi á landsbyggðinni hefur aukist á síðustu árum en framlag ríkisins fylgir ekki verðlagi og hefur því rýrnað umtalsvert.
Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er einn af hornsteinum íslensks velferðarkerfis og á að vera réttur allra landsmanna, óháð búsetu og efnahag. Þrátt fyrir að Ísland státi af öflugu heilbrigðiskerfi, standa íbúar landsbyggðarinnar enn frammi fyrir hindrunum sem borgarbúar þurfa ekki að takast á við. Ein af þessum hindrunum er ferðakostnaður við að sækja sér sérhæfða heilbrigðisþjónustu sem ekki er í boði í heimabyggð. Sú staðreynd að ferðum einstaklinga hefur verið fjölgað úr tveimur í fjórar á síðasta kjörtímabili er mikið fagnaðarskref, en enn er verk að vinna til að tryggja raunverulegt jafnrétti í aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
Í síðustu viku 13. febrúar birtist yfirlýsing frá Akureyrarbæ á, heimasíðu bæjarins, þar sem Akureyrarbær firrir sig allri ábyrgð á kjarasamningum og kjarasamningsviðræðum við kennara.
Hvað er fæðuöryggi (Food security)? Stutta skilgreiningin er ,,Aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum." Sú skilgreining sem mest er notuð í dag og samþykkt árið 1996 á leiðtogafundi um fæðuöryggi í heiminum segir: ,,Fæðuöryggi er til staðar þegar allt fólk hefur ávallt raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, öruggum og næringaríkum matvælum til að uppfylla næringarþarfir sínar með frjálsu fæðuvali, til að geta lifað virku og heilsusamlegu lífi.”
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er 11. febrúar. Mikilvægi málaflokksins hefur sjaldan verið meira og til þess að undirstrika það hefur árið 2025 verið útnefnt sem Evrópuár um stafræna borgaravitund til þess að draga þessi mál framar á sjónarsviðið. SAFT – Netöryggismiðstöð Íslands er ábyrgt fyrir því að skipuleggja dagskrá fyrir Alþjóðlega netöryggisdaginn þar sem sérstök áhersla verður á félagslegt netöryggi.
Þegar kona neitar að þegja og vera sæt þá finnur veröldin leið til þess að segja henni að halda kjafti. Til þess var notaður félagsdómur sem úrskurðaði verkfallið ólöglegt (3 á móti 2).Þegar kona fær þau skilaboð verkar það algjörlega öfugt á hana. Í sorg, reiði og vanmætti sínum ákveður hún að standa keik í svörtum sorgarklæðum, í vinnu sinni daginn eftir og alla daga þar til samið verður við okkur. Hún fær aðra í lið með sér, því öðrum kennurum líður eins.