Pistlar

Sjálfstæði eða fall?

Þann 1. júní næstkomandi kjósum við okkur forseta. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að velja í stólinn sterkan einstakling sem talar skýrt og óhikað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir afsal íslenskra auðlinda. Þó ekki með fallegu tali kringum hluti til að snapa inn fölsk atkvæði, heldur með skýru tali um að Landsvirkjun verði ekki seld til erlendra fjármálaafla á hans vakt og vindmyllum í eigu erlendra fjármálaafla verði ekki hleypt inn á orkukerfi landsins til að arðræna og menga með fölskum fyrirheitum og lygum um "græna" orku.

Lesa meira

Stöndum í lappirnar!

Við sem fylgjum Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda erum kát þessa dagana. Þvílíkur meðbyr og kúvending sem átt hefur sér stað allt frá fyrstu kappræðunum á RÚV.

Þetta kemur okkur reyndar ekki á óvart þar sem við sem þekkjum Höllu vitum hvað í henni býr. Hún sýndi þjóðinniþað líka fyrir 8 árum þegar hún skaust frekar óvænt á stjörnuhimininn nokkrum dögum fyrir kosningar og endaði í 2. sæti

Lesa meira

Geðrækt - hvað og hvernig?

,,Heilbrigð sál í hraustum líkama”.  Þetta er setning sem við höfum flest heyrt áður, og er víða notuð. Mörg þekkjum við líka ýmsar leiðir til að stuðla að hraustum líkama; atriði sem við koma hreyfingu, mataræði og heilbrigðisþjónustu. Hrausti líkaminn er áhugamál margra, hann er umræðuefni á kaffistofum og í fjölskylduboðum. Við vitum að hraustur líkami er ekki sjálfgefinn, og að það er ævilöng vinna að styrkja hann og hlúa að honum.

Lesa meira

Sammála um að taka á neikvæðum áhrifum snjallsíma

Starfshópur um símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar hefur lagt fram nýjar samræmdar símareglur sem taka gildi næsta skólaár. Í þessu skrefi felst ákveðinn sáttmáli um símafrið og verða reglurnar kynntar starfsfólki og foreldrum á næstu dögum. Tilgangurinn með sáttmálanum er fyrst og fremst að skapa góðan starfsanda í skólum, stuðla að bættri einbeitingu, auknum félagslegum samskiptum og vellíðan nemenda og starfsfólks skóla. Starfshópurinn var samsettur af kjörnum fulltrúum, fulltrúum foreldra og ungmenna, starfsfólki skóla og starfsfólki af fræðslu- og lýðheilsusviði. 

Lesa meira

Svik fara ekki í sumarfrí

Það er ekkert nýtt að óprúttnir aðilar svindli  á meðborgurum sínum. Það á ekki síst við þegar kemur að fjármálum og höfum við í Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu reglulega varað við glæpamönnum. Í dag eru þetta oft alþjóðlegir, skipulagðir glæpahringir, sem beita tækninni til að villa um fyrir fólki. Íslenskan þeirra verður betri og aðferðir þeirra betur úthugsaðar og erfiðara að verjast þeim.

Lesa meira

Gæði sem skipta máli – Tökum flugið

Síðustu ár hafa orðið miklar framfarir þegar kemur að millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Við þekkjum lífsgæðin sem því fylgja, enda er ferðlagið til Keflavíkur oft kostnaðarsamasti og tímafrekasti leggur ferðalagsins þegar haldið er utan. Beint millilandaflug um Akureyrarflugvöll skiptir atvinnulífið einnig verulegu máli enda ein megin forsenda fyrir auknum komum ferðamanna, ekki síst utan háannatíma þegar ferðalög eru að jafnaði styttri. Stærsti einstaki áfanginn á þessari leið er tilkoma Easy Jet, sem flogið hefur beint milli Akureyrar og London frá því síðastliðið haust. Ekkert kemur til af sjálfu sér og fjölmargt hefur þurft að koma saman svo að Akureyri og Egilsstaðir séu raunhæfir valkostir þegar kemur að millilandaflugi.

Lesa meira

Þrír dæmi­gerðir dagar skemmti­ferða­skipafar­þega í júlí

Sú jákvæða þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri að fjölgun hefur orðið á ferðum skemmtiferðaskipa hingað til lands. Frá sjónarhóli efnahagslífs, mannlífs og náttúru þetta afar jákvæð þróun, þá ekki aðeins vegna þess að skipin bæta mikilvægri gátt við samgönguleiðir til Íslands, heldur einnig vegna þess að engum hluta ferðaþjónustu er eins vel stýrt m.t.t. álags á innviði, náttúru og menningu.

Lesa meira

Samanburður á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga

Öldungaráð Akureyrarbæjar ákvað að bera saman gjaldskrár nokkurra valinna sveitarfélaga vegna þjónustu við eldri borgara. Starfsmaður Akureyrarbæjar fékk það verkefni að taka þær saman. Síðan tóku fulltrúar EBAK í ráðinu við, bættu við atriðum og aðlöguðu að óskum sínum.

Lesa meira

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Eitt aðaleinkenni þjóðkirkjunnar, kirkju þjóðarinnar er hún að hún hefur þá grunnskyldu að veita kirkjulega þjónustu um allt land. Henni ber að þjóna fólki í sveit og borg, í þorpum og bæjum, þeim sem búa afskekkt og þeim sem búa þétt. Þetta er ekki einfalt hlutverk því þegar upp er staðið er það fjárhagurinn sem stýrir því hversu breið og öflug sú þjónusta er. Sóknargjöldin sem ríkið innheimtir fyrir þjóðkirkjuna hafa verið skert af hálfu ríkisins frá því í hruninu og jafnvel eitthvað fyrr. Þetta hefur gert það að verkum að erfiðara er að halda úti þjónustu safnaða og halda við kirkjubyggingum sem margar hver eru menningarleg þjóðarverðmæti. Þá hefur vígð þjónusta verið skert þar sem kirkjan hefur þurft að fara í sparnaðaraðgerðir auk þess sem fólksflutningar hafa orðið á ákveðnum svæðum.

Lesa meira

Ísland í 80 ár! Málþing um stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi

Hömrum, Menningarhúsinu Hofi,  Akureyri, laugardag 4. maí 2024, kl. 14:00-17:00.

 AkureyrarAkademían stendur fyrir opnu málþingi í tilefni af því að á þessu ári eru 80 ár frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi þann 17. júní 1944. Málþinginu er ætlað að vera vettvangur fyrir samræður og skoðanaskipti fræðimanna og almennings um lýðveldisstofnunina, stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi. Hvernig hefur tekist til? Hvaða lærdóma má draga?

 

Lesa meira