Pistlar

Grunnskólarnir okkar allra

Um þessar mundir er sá tími ársins þar sem skólarnir okkar fyllast aftur af börnum eftir hið langa, íslenska sumarfrí. Þetta er að mörgu leyti yndislegur tími, samfélagsmiðlar fyllast af myndum af misstórum brosandi börnum sem eru öll að hefja nýjan áfanga í sínu lífi, hvort sem það er að hefja nám í grunnskóla eða framhaldsskóla, flytjast upp um bekk eða jafnvel setjast á háskólabekk. Foreldrar og forráðamenn allir að rifna úr stolti, réttilega því börnin okkar eru jú eitt það allra dýrmætasta sem við eigum.

Lesa meira

Akureyrarbær gerir vel við barnafólk og tekjulágar fjölskyldur

Að undanförnu hefur því verið haldið fram af fulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn Akureyrar að sveitarfélagið hlunnfari fjölskyldufólk. Því fer fjarri. Staðreyndin er sú að þær breytingar sem gerðar hafa verið á gjaldskrá og afsláttarkjörum í leik-og grunnskólum sveitarfélagsins hafa orðið til þess að tekjulágt fjölskyldufólk ætti að hafa töluvert meira á milli handanna en áður var. Enn fremur hefur verið samþykkt að lækka þær gjaldskrár sem snúa að börnum og viðkvæmum hópum frá 1. september nk. eins og samkomulag við sveitarfélögin kvað á um í tengslum við kjarasamninga og alltaf stóð til að gera. Allt tal um að sveitarfélagið hafi ekki ætlað að taka þátt í því verkefni eru orðin tóm og beinlínis rangfærslur sem líklega er ætlað að slá nokkrar pólitískar keilur.  

Lesa meira

Ísland undir vopnum

Fyrir rúmu ári hóf ég störf sem lögmaður aftur eftir um 8 ára hlé. Áður hafði ég starfað við lögmennsku í Reykjavík en á að auki að baki 20 ára starfsferil í lögreglunni á Akureyri. Mér er illa brugðið vegna þeirra breytinga sem hafa orðið á samfélaginu á undanförnum árum. Þær breytingar minntu harkalega á sig þegar barn gerði vopnaða árás á önnur börn á Menningarnótt í Reykjavík svo að eitt þeirra berst fyrir nú fyrir lífi sínu. Persónulegt og samfélagslegt tjón af slíkum atburði verður aldrei bætt.

Lesa meira

Áskorun breiðfylkingar félaga heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri til yfirvalda um að bregðast við vegna stóraukinnar netsölu áfengis

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara, Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum:

  • Taka undir orð heilbrigðisráðherra um þá yfirstandandi ógn sem nú steðjar að grundvallarmarkmiðum lýðheilsu vegna meintrar ólöglegrar netsölu áfengis, sem fram komu í opinberu bréfi ráðherra þann 5. júní sl.
  • Í tilefni þess að rótgróin íslensk verslanakeðja, Hagkaup, áætlar að hefja áfengissölu til neytenda á næstu dögum skora félögin á yfirvöld að kveða strax upp úr um hvort slík sala sé lögleg. Yfirvöld geta ekki horft aðgerðarlaus á þá lýðheilsuógn sem nú steðjar að vegna stóraukinnar netsölu áfengis á Íslandi.
  • Í samþykktri stefnu Alþingis um lýðheilsustefnu til ársins 2030 segir að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu og að stjórnvöld skuli hafa lýðheilsu að leiðarljósi við alla áætlanagerð og stefnumótun. Í lögum um verslun með áfengi og tóbak segir að starfrækja skuli ÁTVR og að markmið laganna sé að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis og heildsölu tóbaks sem byggist á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð, að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu, og að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og tóbaks og takmarka framboð á óæskilegum vörum.
  • Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi.

 

Lesa meira

Viltu úthluta milljarði?

Ár hvert hafa íbúar landshlutans, fyrirtæki og félagasamtök tækifæri til að sækja um fjármuni til verkefna sem efla samfélagið okkar í Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Í okkar landshluta, Norðurlandi eystra, hefur verið úthlutað um 200 m.kr árlega (um milljarður á síðustu 5 árum)[1]. Það eru því ekki aðeins hugmyndirnar sem skipta máli, heldur einnig hvernig við úthlutum þessum milljónum í landshlutann á sem farsælastan hátt. Hvernig það er gert er ákvarðað í Sóknaráætlun landshlutans.



[1] Sóknaráætlanir landshlutanna eru fjármagnaðar með framlögum frá innviðaráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, og í nýrri Sóknaráætlun einnig frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, auk framlaga frá sveitarfélögunum.

Lesa meira

Heilsugæsla á Akureyri

Á undanförnum árum hefur verið lögð sérstök áhersla á að efla og bæta aðgengi heilsugæslu á Akureyri sem og efla heilsugæslur á landinu öllu sem fyrsta viðkomustað. Breytingar hafa orðið á skipulagi heilsugæslna til að mæta einstaklingum með betri hætti en starf heimilislækna er fjölbreytt, samskiptafjöldi mikill og vinna utan dagvinnutíma töluverð.

Lesa meira

Má fjársýslan semja við Rapyd?

Bæði ísraelsk yfirvöld og vopnaðir hópar Hamas og Palestínumanna hafa, síðan frá 7. október, gerst sek um stríðsglæpi og önnur alvarleg brot á alþjóðalögum samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Alvarlegastir eru þeir fjölmörgu glæpir sem hafa beinst að eða bitnað verst á börnum. Skýrslan þessi staðfestir fleiri tilfelli stríðsglæpa gegn börnum, á hernumdum svæðum Palestínu og í Ísrael, en hefur áður verið skrásett. Eru þar ekki undanskildir stríðsglæpirnir sem voru framdir í Lýðveldinu Kongó, Myanmar, Sómalíu, Nígeríu og Súdan. Eins svartur listi og þeir gerast.

Lesa meira

Ætlar Akureyrarbær að snuða íbúa?

Hilda Jana Gísladóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa

Lesa meira

Gagnrýnin umræða og eftirlit með stjórnvöldum er eitt af einkennum heilbrigðs lýðræðissamfélags

Anna Júlíusdóttir formaður Einingar Iðju skrifar

Lesa meira

Ósanngjörn kerfisbreyting í leikskólamálum Akureyrar: Tekjulægstu fjölskyldurnar bera þyngstu byrðarnar

Kæru Akureyringar,

Sem formaður Einingar-Iðju sé ég mig knúna til að vekja athygli á alvarlegu máli. Nýlega voru samþykktar breytingar á leikskólagjöldum sem munu hafa veruleg áhrif á fjárhag margra barnafjölskyldna á Akureyri, sérstaklega þeirra tekjulægstu. Breytingarnar munu taka gildi frá og með 1. september næstkomandi.

Lesa meira