Örugg skref um allt land.
Heilbrigðiskerfið okkar er hjartað í því velferðarsamfélagi sem tekist hefur að byggja upp á Íslandi. Á yfir 40 fundum sem Samfylkingin bauð til um allt land til að ræða heilbrigðis- og öldrunarmál var ljóst að sinnuleysi og fyrirhyggjuskortur undanfarinna ríkisstjórna er að hola innan öryggistilfinningu fólks. Ekki síst í okkar kjördæmi þar sem vegalengdir eru langar, veður viðsjál og langt til Reykjavíkur. Að heilsugæslan neyðist til að reiða sig á íhlaupalækna til að bjarga vandanum tímabundið stoðar lítt. Það byggir ekki upp það traust og samfellu sem þarf til að fólk njóti þess margháttaða ávinnings sem rannsóknir hafa sýnt að fylgi því að hafa fastan heimilislækni. Enda settum við það sem okkar fyrsta heit í nýju framkvæmdaplani heilbrigðismála til tveggja kjörtímabila.
Við erum tilbúin.