Húsavíkurflug, áskorun til ráðherra.
Baráttuhópur fyrir Húsavíkurflugi (sem samanstendur af fulltrúum Norðurþings, Þingeyjarsveitar, stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum, atvinnufyrirtækjum þ.m.t. ferðaþjónustunni, HSN í Þingeyjarsýslum, SSNE og Húsavíkurstofu) skorar á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fjármálaráðherra að tryggja áfram fjármuni á fjárlögum til farþega- og sjúkraflugs um Húsavíkurflugvöll.
Við teljum mjög mikilvægt að haldið sé úti öflugum flugsamgöngum allt árið og að samlegðaráhrif geti verið með öðru innanlandsflugi á Íslandi, m.a. m.t.t. stærðar þeirra flugvéla sem nýttar eru í flugið.