Pistlar

Húsavíkurflug, áskorun til ráðherra.

Baráttuhópur fyrir Húsavíkurflugi (sem samanstendur af fulltrúum Norðurþings, Þingeyjarsveitar, stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum, atvinnufyrirtækjum þ.m.t. ferðaþjónustunni, HSN í Þingeyjarsýslum, SSNE og Húsavíkurstofu) skorar á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fjármálaráðherra að tryggja áfram fjármuni á fjárlögum til farþega- og sjúkraflugs um Húsavíkurflugvöll.

Við teljum mjög mikilvægt að haldið sé úti öflugum flugsamgöngum allt árið og að samlegðaráhrif geti verið með öðru innanlandsflugi á Íslandi, m.a. m.t.t. stærðar þeirra flugvéla sem nýttar eru í flugið.

Lesa meira

Fjár­mála­leikar grunn­skólanna – tekur þinn skóli þátt?

Það er hægt að keppa í fjármálalæsi eins og svo mörgu öðru. Dagana 17.–24. mars næstkomandi standa yfir Fjármálaleikar milli grunnskóla en þá keppa nemendur á unglingastigi í fjármálalæsi. Alls hafa hátt í fjórtán þúsund unglingar í grunnskólum landsins tekið þátt í Fjármálaleikunum undanfarin sjö ár, en það er fræðsluvettvangurinn Fjármálavit stendur fyrir keppninni. Markmiðið er að ungmenni fái tækifæri til að læra um grunnþætti fjármála með skemmtilegum hætti, sem þau búa vonandi að síðar á lífsleiðinni.

Lesa meira

Að komast frá mömmu og pabba

Að kaupa sína fyrstu fasteign er stórt og spennandi skref, en fyrir marga unga Íslendinga virðist það oft vera nánast ómögulegt verkefni. Hátt fasteignaverð, strangar lánareglur og síhækkandi daglegur kostnaður hafa gert það að verkum að mörg ungmenni eiga erfitt með að kaupa sína fyrstu íbúð án aðstoðar. En stjórnvöld hafa gripið til aðgerða til að auðvelda fyrstu kaupendum að komast inn á fasteignamarkaðinn. Með réttum úrræðum og stefnu sem miðast við raunveruleika fólks er hægt að brjóta niður þessar hindranir og tryggja að fleiri geti eignast sitt eigið heimili. Úrræðin nýtast okkur þó ekki ef við vitum ekki af þeim. Förum aðeins yfir þau úrræði sem standa okkur til boða í dag:

Lesa meira

10 atriði varðandi símabann í skólum

Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um símabann í skólum í kjölfar þess að mennta- og barnamálaráðherra greindi frá fyrirhuguðu frumvarpi um að banna síma í skólum landsins. Hér eru 10 atriði inn í þá umræðu:

 

Lesa meira

Skólinn okkar, FSH

Elmar Ægir Eysteinsson skrifar

Lesa meira

Úti er ævintýri / Ute er eventyr

Úti er ævintýri er verkefni unnið fyrir miðstig (5, 6 og 7 bekk) í öllum skólum á Íslandi og í Noregi. Verkefnið er unnið í tveimur löndum á sama tíma í íslensku námi og norsku námi

Lesa meira

Enginn svikinn af Sex í sveit

Leikfélag Húsavíkur býður upp á frábæra skemmtun í Samkomuhúsinu

Lesa meira

Fagnaðarskref – dropinn holar steininn

Það er ánægjulegt að sjá jákvæðar breytingar eiga sér stað í menntakerfinu okkar. Það er mikilvægt að sjá að þegar mál eru tekin af festu og af einlægum áhuga er hægt að ná fram raunverulegum breytingum.

 

Lesa meira

Lífinu fagnað

Tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Orri Harðarson glímir um þessar mundir við illvígt og ólæknandi mein.

Lesa meira

Er eitthvað að mér?

Rúmlega miðaldra kona hefur undanfarið dvalið á suðlægum slóðum í ríki Spánar. Vissulega er megin ástæða þess að þar er oftast betra veður en heima í Hafnarfirði. Kannski ekki komið í 20+ en nálægt því og hlýnar með hverjum deginum.

Lesa meira