Pistlar

Kosningaloforð og hvað svo?

Landssamband eldri borgara LEB eru samtök 56 aðildarfélaga sem eru dreifð um  allt land með um 36.000 félaga. Þeir sem eru orðnir 60 ára geta gengið í félögin.

Lesa meira

Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn

Að refsa einstaklingi fyrir alvarleg afbrot með fangelsisvist, er eitthvað sem flestir geta verið sammála um að sé nauðsynlegt. Fæstir átta sig hins vegar á hve frelsissviptingin ein og sér hefur gríðarleg áhrif á einstakling sem dæmdur hefur verið til vistar í fangelsi og ef betrunarúrræðin eru ekki til staðar er næsta öruggt að sá einstaklingur er lýkur afplánun, kemur út í samfélagið aftur í verra ástandi en hann var í þegar afplánun hófst. Stundum held ég að þessi hópur samfélags okkar sé álitinn hin skítugu börn Evu sem flestir vita af en enginn vill af þeim vita. Eins og að vandamálin hverfi um leið og kveðinn er upp dómur. Allir þeir einstaklingar sem fá á sig dóma eru synir, dætur, bræður, systur og barnabörn einhverra. Að afplána dóm hefur ekki bara gríðarleg áhrif á fangann heldur líka hans nánustu aðstandendur sem ég tel vera algjörlega týndan hóp innan kerfisins. Kerfis sem fyrir löngu er molnað í sundur. Kerfi sem nær ekki að eiga samskipti. Kerfi sem þarf að taka alvarlega til í og snýst hreinlega um líf eða dauða fólksins okkar.

Lesa meira

Gleði­lega töfrandi kosninga­bar­áttu

Snörp og spennandi kosningabarátta er að hefjast og eru stjórnmálaflokkar í óðaönn að draga fram helstu stefnur og forgangsmál. Ýmislegt bendir til þess, eins og oft áður, að komandi kosningar muni að þónokkru leyti snúast um efnahagsmál og fjármál heimila og fyrirtækja. Verðbólga og vextir bíta fast og fólk vill svör um framtíðina. Eðlilega.

Lesa meira

Að þora að vera hræddur

Nú haustar og í haustmyrkrinu leynast oft myrkraverur og alls konar furðuleg fyrirbæri sem skjóta okkur stundum skelk í bringu.  Flest tengjast þau reyndar hrekkjavöku og ýmiskonar skálduðum hryllingi þannig að það er lítið mál að sýna hugrekki og láta sem ekkert sé. Eða hvað, erum við kannski hræddari en við sýnumst, og hvenær erum við annars hugrökk?

Lesa meira

Bar­áttan sem ætti að sam­eina okkur

Það liggur þráður í íslensku þjóðarsálinni sem tengir okkur við landið. Okkur þykir vænt um það, við erum stolt af náttúrunni. Þó getur hlaupið snurða á þráðinn þegar samfélögum er stillt upp við vegg og þeim lofað öllu fögru, séu þau tilbúin að fórna náttúrunni. Fólk og fjármunir streymi til viðkvæmra svæða í skiptum fyrir að landi sé sökkt, vatnsfarvegum breytt, vindorkuver reist á sjóndeildarhringnum eða firðir fylltir af fiskeldi. Jafnvel sálir sem elska landið sitt geta látið glepjast, en auðhyggjuöflin sem sjá hvern blett ósnortinnar náttúru sem vannýtt gróðatækifæri hafa hag samfélagsins aldrei að sínu markmiði.

Lesa meira

Sjúkraliðinn og kennarinn í framboð

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

Lesa meira

Flæði fjármagns og bætt lífskjör

„Ekkert hinna Norðurlandanna hefur gengið jafn langt í sértækri skattlagningu á fjármálafyrirtæki.“

Lesa meira

Kílómetragjald. Gjöf fyrir marga, refsiskattur fyrir aðra.

Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra

Lesa meira

Að eldast vel

Rúmlega miðaldra kona hefur nú lagt skóna á hilluna. Kannski ekki alveg í ,,

Rúmlega miðaldra kona hefur nú lagt skóna á hilluna. Kannski ekki alveg í “venjulegri” merkingu þess orðs þar sem hún hefur aldrei átt alvöru íþróttaskó, heldur hefur hún látið af launuðum störfum.

 

Lesa meira

Tíminn líður, trúðu mér 3

     Þegar rætt er um aðstöðu fyrir íþróttir kemur margt upp í hugann, allt eftir því við hvern er talað. Eitt er samt vitað og það er að bætt aðstaða skilar sér alltaf. Skilar sér í fjölda iðkenda, betri starfsaðstöðu, bættum árangri, betri aðbúnaði. Skýrt dæmi um þetta er t.d að finna hjá Skautafélaginu. En það kostar líka. Við kjósum okkur fulltrúa til að stýra bænum okkar og fara með sameiginlegan fjárhag okkar. Að sjálfsögðu vilja allir gera sitt besta og því hefur verið farin sú leið 3 sinnum svo ég muni eftir að gerður hefur verið framkvæmdalisti nýframkvæmda á íþróttasviðinu.

Lesa meira