Alvöru byggðarstefnu takk!
Um aldamótin 1900 bjuggu í Reykjavík ríflega 6000 manns, um 8% landsmanna en 11% á höfuðborgarsvæðinu. Nú 124 árum síðar býr 37% þjóðarinnar í Reykjavík og 65% á höfuðborgarsvæðinu. Og ef allt áhrifasvæði höfuðborgarinnar er tekið með, búa þar 80% landsmanna. Við hin 20% landsmanna búum svo utan þess.