Pistlar

Hjúkrunarheimili á Akureyri: Óþolandi staða

Í vetur var 20 rýmum lokað á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri vegna endurbóta. Nú stefnir í frekari lokun rýma, jafnvel 10 rýma til viðbótar og útlit fyrir margra mánaða töfum á framkvæmdum með tilheyrandi álagi á allt kerfið. Bent hefur verið á að tafirnar megi rekja til þess að ríkið og Akureyrarbær hafi ekki komið sér saman um kostnaðarskiptingu verkefnisins. Það virðist vera rétt. Ekki liggur fyrir samkomulag um framtíðareignarhald á Hlíð né nýtingu á því húsnæði sveitarfélagsins fyrir öldrunarþjónustu. Þar sem slíkt samkomulag liggur ekki fyrir hefur Akureyrarbær upp á síðkastið hafnað að greiða reikninga vegna endurbótanna. Sú ákvörðun var ekki tekin af okkur sem sitjum í minnihluta bæjarstjórnar og reyndar tekin án okkar vitneskju.

Lesa meira

Opið bréf til sveitarstjórnar Norðurþings vegna lokunar sundlaugarinnar í Lundi

Það er leitt að þurfa að gagnrýna vini sína en nú get ég ekki orða bundist.

Á fundi byggðaráðs Norðurþings sem haldinn var 23.maí sl. var samþykkt að loka sundlauginni í Lundi þar sem byggðaráð tekur undir bókun skipulags- og framkvæmdaráðs: “Byggðarráð tekur undir bókun skipulags- og framkvæmdaráðs að ekki sé forsvaranlegt að ráðast í frekara viðhald að svo stöddu“
Byggðarráð treystir sé ekki í að fara í frekara viðhald en mér vitanlega hefur ekki nein úttekt á ástandi laugarinnar farið fram. Ýmist er bent á lélegt burðarvirki, erfitt að fá varahluti og svo það að ekki fáist starfsfólk. Varðandi burðarvirkið, er það eflaust ekki eins og það var þegar laugin var byggð en óhugsandi er að það sé talið hættulegt þar sem nemendum Öxarfjarðarskóla var kennt í lauginni í vor. Varðandi varahluti, hefur enginn getað upplýst hvaða varahluti er erfitt að fá, enda var búnaðurinn endurnýjaður árið 2003 þannig að ekki er um gamlan búnað að ræða.

Lesa meira

Enginn veit hvað átt hefur...

Sigurjón Pálsson skrifar um skipulagsmál 

Lesa meira

Þegar hríðinni slotar

Júníbyrjun hefur verið bændum og búaliði erfið. Fordæmalaust vetrarveður í júní, norðan krapahríð og snjór á Norðurlandi, kuldabeljandi og rok í öðrum landshlutum. Veðurspáin var snemma orðin slæm, lægð komandi langt norðan úr höfum, trillaði sér niður kortið, dýpkaði og settist að við Melrakkasléttu. Að vetri til hefði þetta boðað norðan stórhríð upp á gamla mátann. Það versta við þessa veðurspá var að hún rættist.

Lesa meira

Tæplega 14% hækkun á flugfargjöldum innanlands milli mánaða

Tæplega 14% hækkun varð á flugfargjöldum innanlands frá apríl fram í maí í ár. Á sama tíma lækka fargjöld í millilandaflugi. Fargjöldin innanlands hafa hækkað um 50% síðan Loftbrúin kom til sögunnar í september 2020.

Lesa meira

Það eina örugga í lífinu

Síðustu misseri hafa verið fréttir af rekstrarvanda líkhúsa á Íslandi. Það er morgunljóst að skýra þarf frekar stöðu þeirra hér á landi og hvernig rekstri þeirra verði best háttað til framtíðar. Móta þarf stefnu og skilgreina hver ber ábyrgð á látnum einstaklingi frá dánarvottorði til greftrunar í kirkjugarði og heimila líkhúsum gjaldtöku. En það er ekki einungis rekstrarvandi líkhúsa sem þarf að greina og finna framtíðarlausn á, við þurfum einnig að huga að með hvaða hætti sé best að koma okkur öllum fyrir til eilífðarnóns.

Lesa meira

Þingmenn opnið augun ¬og finnið kjarkinn

Ég veit að það er erfitt að vera öðruvísi. Líka þegar maður mætir í boð hjá erlendum ráðamönnum sem allir eru á því að Úkraína verði að sigra á vígvellinum í yfirstandandi stríði. Þetta er helstefna Evrópu í hnotskurn. Stríðið mun færast í aukana. Úkraína herja í vaxandi mæli á rússneskt land - með okkar hjálp - og Rússar svara með sífellt meiri hörku. Og nú er rætt um friðarráðstefnu í Sviss - en þangað er Rússum ekki boðið. 

Lesa meira

Útibú í lófanum

„Það sem áður útheimti heimsókn í útibú, biðraðir, að fylla út  eyðublöð og bið, er hægt að leysa með nokkrum smellum í bankaappi í snjallsíma.“

Margir komnir um og yfir miðjan aldur muna eftir því að hafa beðið í röð á föstudegi í bankaútibúi til að leggja inn launin frá vinnuveitandanum, sem greidd voru með ávísun eða seðlum. Fólk skipti ekki svo glatt úr sínum viðskiptabanka eða sparisjóð enda voru þeir oft nátengdir ákveðnum bæjarfélögum, atvinnugreinum og jafnvel stjórnmálaskoðunum.

Lesa meira

Takmörkuð gæði í geðheimum Akureyrar

Sá sem lendir í kulnun, sálarkreppu, áföllum eða á við langvarandi geðraskanir að stríða kemst fljótlega að því að fullt af úrræðum eru í boði. Verst að þetta eru takmörkuð gæði. Sumarlokanir eru  víða. 

Lesa meira

Nýtum kosningaréttinn!

Kæru kjósendur, undanfarnar vikur hafa verið einstaklega lærdómsríkar og gefandi. Ég tel þær jafnframt hafa verið fallega æfingu í lýðræðislegum vinnubrögðum og gaman hefur verið að kynnast öllum þessum ólíku frambjóðendum. Framboði til forseta fylgja þau forréttindi að fá tækifæri til að hitta fjölbreytta flóru fólks á öllum aldri og hvaðanæva af landinu. 

Lesa meira