Pistlar

Í stöðugu sambandi

Nútímasamfélag gerir kröfu á að við séum stöðugt í sambandi, að það sé alltaf hægt að ná í okkur og að við séum ávallt reiðubúin að svara. Það þykir eðlilegt að það sjáist hvort þú sért tengdur við samskiptaforrit og ef þú ert ekki tengdur forritinu þá hversu langt er síðan þú skráðir þig inn síðast. Eins þykir það afar mikilvægt að menn sjái hvort þú hafir opnað skilaboð sem þeir senda þér, svona til þess að tryggja að þér detti ekki í hug að bíða með að svara.
Lesa meira

Vilji er allt sem þarf!

Hvað sem hver segir er það staðreynd að á mörgum sviðum er áþreifanlegur aðstöðumunur milli höfuðborgarsvæðisins og fólks og fyrirtækja utan þess. Í tækifærisræðum er á þetta minnst og jafnan er um þetta rætt í aðdraganda alþingiskosninga, t.d. heyrði ég frambjóðendur ræða þetta fyrir nýafstaðnar þingkosningar. Fyrir kosningar eru menn, að því er virðist, sammála um að úr þessum hlutum verði að bæta en svo líða fjögur ár og ekkert gerist - og aftur er kosið til Alþingis.
Lesa meira

Umhverfisáskorun til sveitarfélaga á Norður- og Austurlandi

Þrátt fyrir stór skref í endurvinnslu á undanförnum árum fer enn mikið magn úrgangs til urðunnar með tilheyrandi kostnaði, jarðraski og kolefnisspori. Það er ljóst að enn eru mikil tækifæri til staðar í frekari endurvinnslu úrgangs.
Lesa meira

Fyrsta utanlandsferðin

Nú um helgina hitti ég æskuvin sem ég hafði ekki séð lengi. Við rifjuðum upp gamla tíma, meðan annars þegar við fórum til sumardvalar í Noregi, rétt rúmlega fermdir. Það var fyrsta utanlandsferð okkar beggja. Sennilega hafa foreldrar okkar þorað að senda okkur í hana eina vegna þess að við dvöldum þar úti á vegum kristilegra samtaka, við jarðarberjatínslu í Valldal í vesturhluta landsins.
Lesa meira

Harðlífi og háttvísi á Akureyri

Fyrir fjórum mánuðum bar ég opinberlega fram fyrirspurn til bæjarstjórnar Akureyrar þar sem óskað var eftir að hún beitti sér fyrir íbúaþingi í haust um þær viðamiklu breytingar sem gerðar voru í vor á þágildandi skipulagi miðbæjarins. Því miður hefur fyrirspurninni ekki enn verið svarað
Lesa meira

Kjósum Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi

Ágæti kjósandi í Norðausturkjördæmi. Þessa helgi, laugardaginn 25. september, kjósið þið fulltrúa ykkar á Alþingi fyrir næstu fjögur ár.
Lesa meira

Samskipti ríkis og sveitarfélaga

Stundum var mér öllum lokið þegar ég í störfum mínum sem bæjarstjóri, bæði fyrir austan og norðan, var að eiga við ríkisvaldið vegna samninga um mikilvæg málefni fyrir mínar heimabyggðir.
Lesa meira

Hreðjalaus pólitík eftir umhverfisvæna geldingu

Á síðustu og verstu tímum sé ég nú ástæðu til að setjast niður og reyna, korteri fyrir kosningar að biðla til fólks að opna á sér augun fyrir því sem er að gerast um allt land. Hér höfum við horft upp á þá staðreynd síðustu fjögur árin að vinstri öflin sem kalla sig riddara umhverfisverndarinnar, hafa með kerfisbundnum áróðri talið fólki trú um að landið okkar sé í útrýmingarhættu og því þurfi að bjarga hið snarasta frá villuráfandi sauðum, sem neiti að ganga til liðs við rétttrúnaðarkirkju þeirra.
Lesa meira

Aukinn byggðajöfnuður

Samfylkingin beitir sér markvisst fyrir auknum byggðajöfnuði og vill byggja upp sterka almannaþjónustu um allt land, ásamt öruggum samgöngum og fjarskiptum. Þannig nýtum við best fjölbreytt tækifæri til verðmætasköpunar, þannig að fólk hafi raunhæft val um ólíka búsetukosti. Í heimi hraðfara breytinga, sem eiga sér ekki síst stað vegna tækniframfara, sjáum við að þróunin er ekki aðeins sú að fólkið elti störfin, heldur elta sum störf fólkið þangað sem það vill búa.
Lesa meira

Ráðdeild í ríkisrekstri

Flestir hafa einhverja hugmynd um hvað orðið ráðdeild merkir. Einföld skýring á ráðdeild er að haga starfi sínu á heimili, í fyrirtæki, stofnun eða í ríkisrekstri með aðhaldi, hagsýni, endurbótum og fyrirhyggju.
Lesa meira