Pistlar og aðsendar greinar
22.07
Axel Grettisson
Verkefni dagsins breytast eftir árstíðunum fyrir okkur miðaldra fólkið sem eigum samt ennþá unga krakka. Sumrin fara mikið í það að eltast við fótboltamót hér og þar um landið, þar sem við foreldrar erum orðin sjálfsagður hlutur af leiknum í dag sem er gott mál. Sjálfur æfði ég skíði þegar ég var ungur og man ég aðeins einu sinni eftir því að mamma mín kæmi til að sjá mig keppa, það var á Andrésarandarleikunum þegar ég var 12 ára.
Lesa meira
Pistlar og aðsendar greinar
09.07
Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Eitt kvöldið vafraði ég um miðlana eins og oft áður, þeir voru uppfullir af fréttum um nýjan VIP næturkúbb í Reykjavík, partý í skútum og kynmök á búbbluhóteli og ég varð skyndilega ótrúlega þakklát fyrir að vera bara á miðaldra vagninum þar sem allir keppast um að vera úti að leika í náttúrunni. Þakklát fyrir að í mínu ungdæmi voru ekki til neinir áhrifavaldar eða nettröll, engir samfélagsmiðlar og aðalumhugsunarefnið var hvort það yrði sveitaball í Víkurröst eða Ýdölum um komandi helgi.
Lesa meira
Pistlar og aðsendar greinar
09.07
Ingólfur Sverrisson
Nú þykir mér minn gamli og kæri heimabær vera farinn að dragast aftur úr.
Þegar ég ólst þar upp, um og eftir miðja síðustu öld, var almennt viðurkennt að hann væri til fyrirmyndar hvað varðaði gróður, ræktun og umhverfi
Lesa meira
Pistlar og aðsendar greinar
08.07
Egill Páll Egilsson
Nú þegar veðrið hefur leikið við okkur og bansett veiran er hætt að halda okkur í gíslingu er ekki laust við að geðið lyftist og aukinnar bjartsýni gæti. Maður leyfir sér loks að trúa á framtíðina.
Lesa meira
Pistlar og aðsendar greinar
08.07
Ingvar Már og Eiríkur
Á hverju ári stendur KA fyrir íþróttamótum fyrir stúlkur jafnt sem drengi. Um liðna helgi lauk N1 mótinu sem er eitt fjölmennasta íþróttamót sem haldið er hér á landi. Ríflega tvö þúsund drengir, hvaðanæva af landinu, kepptu sín á milli í knattspyrnu hvattir áfram af fjölskyldum og vinum. Gleði, kapp og ánægja skein úr hverju andliti sem er okkur KA fólki mikils virði enda leggja fjölmargir sjálfboðaliðar félagsins gríðarlega vinnu á sig til þess að mótið geti farið fram. Fyrir þessa vinnu erum við félagsmönnum okkar þakklátir því það er í raun ekkert sjálfgefið í dag að fólk fórni tíma sínum í félagsstarf sem þetta. KA er sem betur fer ríkt af virkum sjálboðaliðum og stuðningsmönnum.
Lesa meira
Pistlar og aðsendar greinar
07.07
Huld Hafliðadóttir
Tíminn líður hratt á gervihnattaöld. Ætli textahöfunda hafi raunverulega grunað hversu hratt tíminn gæti liðið? Eða líður tíminn kannski hraðar eftir því sem fólk eldist? Það eina sem ég veit er að tíminn geysist áfram af ógnarhraða. Dagar, vikur, mánuðir, ár. Furðulegast finnst mér að venjast því að rifja upp eitthvað sem átti sér stað fyrir tuttugu árum en gæti allt eins hafa gerst í gær. Svo magnaður er heilinn okkar að geta kallað fram minningar æsku- og unglingsára eins og ekkert sé. En hvað er það sem kallar þetta fram og heldur í minningarnar? Fljótt á litið langar mig að segja skynfærin. Það eru skynfærin sem færa okkur til baka. Ilmur af einhverju, kunnuglegt lag, mynd sem augað nemur, minning um snertingu.
Lesa meira
Pistlar og aðsendar greinar
06.07
Lesa meira
Pistlar og aðsendar greinar
05.07
Lesa meira
Pistlar og aðsendar greinar
04.07
Lesa meira
Pistlar og aðsendar greinar
03.07
Hjörvar Maronsson
Að gefnu tilefni vill knattspyrnudeild KA taka eftirfarandi fram. Heimavöllur okkar Greifavöllurinn, er enn ekki tilbúinn til notkunar fyrir lið okkar, sem nú berst í toppbaráttu Pepsi Max deildar karla. Við höfðum miklar væntingar til þess að geta spilað næsta leik okkar gegn KR á heimavelli okkar, en því miður ganga þær væntingar okkar ekki eftir.
Lesa meira