Heiðursnafnbætur húsvískra sjómanna

 Heiðursnafnbætur húsvískra sjómanna

 

Ég hef ekki hugmynd um hvort vinir mínir og kunningjar á Akureyri búi við sömu blessun og við karlpungar á Húsavík; að það er sama hvaða nöfnum við erum skírðir og hvað við erum kallaðir framan af æfi, við vitum að við eigum eftir  að fá okkar „réttu“  nöfn  stimpluð á umræddan pung með tíð og tíma.  

Tregur var ég eitt sinn knúinn til að skemmta á Sjómannahófi á Húsavík. Ég hafði ekkert í höndum til að kæta geð guma og var snauður hugmynda. Mundi svo allt í einu að meira og minna allir sjómenn (eins og reyndar flestir bæjarbúar,  nema slatti af konum) bæru upp,- viður- og auknefni af einhverju tagi og spurning hvort eitthvað væri hægt að brúka það til skemmtunar.

Ég settist því niður, skrifaði lista með öllum uppnefnum sjóara sem ég mundi og fékk svo til liðs við mig einn úr þeirra hópi sem bætti um betur.

Þetta skilaði samtals 97 nöfnum sem ég vissi ekki þá og veit ekki enn við hverja eiga, nema sum (og einhverjir úr þessum „margnefnda“ hópi eru nú úr heimi horfnir). Þessum heitum var svo saman raðað  svo syngja mætti og flutt á Sjómannahófi við þó nokkurn fögnuð við lagið María, María.

Og ég velt fyrir mér hvort hægt væri að setja saman sambærilegan brag og eftirfarandi,  á Akureyri eða öðrum sjávarplássum:

 

Húsvískir sjómenn

Skarfurinn, Hlunkurinn, Glæpurinn, Gandi,

Glópurinn, Nuddarinn.

Villimaðurinn, Geirbjörn og Gretskó,

Gleypirinn, Lurkurinn.

Heimsmeistarinn og Hojarinn,

Hermaurarnir og Lojarinn.

Urgurinn, Múnarinn, Brúskurinn, Brasi

Og Besti hesturinn!

 

Þingmaðurinn og Hjartarbaninn,

Jammarinn, Kúkurinn.

Ljónið, Stíssi og Tirli og Bæsi,

Naggurinn, Fronturinn.

Gamla smjörið og Gilsarinn,

Gontararnir og Arfurinn.

Rjúpan, Skælir og Skalli og Peron

og Hvíti Skarfurinn!

 

Gladdarnir, Nelson og Séra Jón Prímus,

Belgurinn, Farþeginn.

Meinhornið, Skepnan og Fyrirgreiðslan,

Feiti og Manni minn.

Stóri Stormur og Strokkurinn,

Rugguhestur og Goggurinn.

Öskukjafturinn, Gamla konan,

og Kvartarinn, Dvergurinn!

 

Stóri Strumpurinn, Ónassis, Ýlir,

Krókurinn, Vorboðinn.

Boddi, Slabbi og Þúfnaspyrnir,

Slappurinn, Drengurinn.

Nebbi, Gyllir og Nubburinn,

Blossi, Kurteisi og Kjarkurinn.

Sjálfur og Bassi og Strabbinn og Bilaði,

Búkkinn og Búbblarinn!

 

Sannleiksmolinn og  Síberíu-Geiri,

Sjúbbinn og Foringinn.

Litla Mengunin, Júníórinn,

Drullugur, Kletturinn.

Prinsinn, Glussi og Gormurinn,

Bauli, Bóndinn og Kubburinn.

Vitri, Skítugur, Sérfræðingurinn,

Sauðaþjófurinn!

 

Nýjast