Forsetakosningarnar

Það, sem rak mig nú til að stinga niður penna var pistill á Götuhorni síðasta Vikudags.

Hjörleifur Hallgríms

Pistillinn er nafnlaus og hvað um það en samt vil ég minnast lítillega á innihaldið, sem ber yfirskriftina „Morgunblaðið búið að stimpla sig út.“ Ég eins og pistilhöfundur er áskrifandi að Mbl. og búinn að vera í tugi ára einfaldlega vegna þess að mér finnst það blað vera be

sta fréttablaðið á landsvísu auk staðarblaðsins Vikudags, sem hefur nokkuð haldið reisn sinni.

En skoðum nú að hluta innihald pistilsins þar, sem t.d. er sagt að fylgi Guðna Th. standi nær óhaggað finnst mér ekki vera mjög trúverðugt þar, sem fylgi hans hefur dalað um 9%- 10% á stuttum tíma upp á síðkastið og finnst mér ekki vera hægt að segja að það sé óhagga

Ég treysti mér ekki til að kjósa Guðna Th. til forseta og málið er mjög einfalt. Ég treysti honum alls ekki.ð. Einnig er talað um hvernig Mbl. beiti sér gegn Guðna með því að setja út á hann en það hefur blaðið ekki gert nema að rifja upp ýmis fyrri ummæli hans, sem hann hefur látið út úr sér og er rétt með farið. Guðni á nú líka hauk í horni þar, sem er Fréttablaðið.

Yfirlýsingar hans eins og þær að hann hefði farið að vilja Jóhönnu og Steingríms J. í vinstri stjórninni og samþykkt Icesave-samninginn er mér nóg fyrir utan allt annað en samþykki Guðna við Svavars-samninginn, sem hefði bakað íslenskum almenningi skuldaklafa upp á hátt í 300 milljarða og það eitt og sér ætti að vekja Íslendinga tilverulegrar umhugsunar um slík vinnubrögð. Ef Svavars-samningurinn hefði verið samþykktur væru margir Íslendingar að borga hann til æviloka.

Almenningur veit nefnilega ekkert um Guðna og hverju hann gæti tekið upp á sem forseti og því er honum bara alls ekki treystandi. Hann hefur líka verið einstaklega laginn að svara spurningum, sem beint hafa verið til hans með ef, ef, ef.

Ólíkt hafast þeir að

Ég er orðinn það fullorðinn að ég hef fylgst vel með Davíð Oddssyni í gegnum tíðina, en aldrei verið sérstakur fylgismaður hans en auðvitað ekki komist hjá að virða mörg af góðum verkum hans.

Davíð Oddsson er líklega með öflugri forustumönnum í sögu þjóðarinnar og mega menn muna þegar hann á miklum þrengingartímum í sögu landsins um líklega 1990 kom að gerð þjóðarsáttar og að skapa sátt við slík skilyrði er ekki fyrir neina aukvisa en það gerði Davíð. 

Seint gleymist líka er hann tók peninga sína út úr Búnaðabankanum þegar honum fannst nóg komið og var að mótmæla óhóflega svívirðilegum árásum bankans á almenning í formi álagðra ofurgjalda.

Auðvitað hlýt ég og margir aðrir Íslendingar að líta til þess að hann, sem forseti, myndi ekki þiggja laun fyrir embættið, sem næmi 1,4 milljónum á mánuði, eða um 17 milljónir á ári, sem eru um 70 milljónir ef miðað er við heilt kjörtímabil gróft reiknað.

Þá væri Davíð Oddsson vís til að hlutast til um og beita sér fyrir að tugir ellilífeyrisþega á Íslandi byggju ekki við sult og betl eins og nú er. Ég tel mig vita hvar ég og þjóðin hefðum Davíð Oddsson sem forseta og því hljótum við öll að sameinast um hann, aldnir sem ungir. Davíð er maður fólksins. Ég mun kjósa hann til forsetaembættisins.  

Hjörleifur Hallgríms.

Nýjast