Mannlíf

Veður- og sólfar sem og skaðvaldar geta ráðið hve mikil haustlitadýrðin er

„Haustlitir á birki virðast koma hægt þetta árið og getur bæði spilað inn í faraldur skaðvalda og svalt sumar,“ segir Pétur Halldórsson kynningarstjóri Lands og skóga. Birki á svæðinu er illa útleikið eftir tvo nýlega skaðvalda sem herjuðu sérstaklega illa á það hér um slóðir í sumar.

Lesa meira

Gleymum ekki fólkinu á Gaza

Í dag laugardag  eru ráðgerðir viðburðir um allan heim til að minnast þess og mótmæla að þjóðarmorð hafa átt sér stað á G A Z A í heilt ár.

Lesa meira

Viðamiklar framkvæmdir í Hrafnagilshverfi

Viðamiklar framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarnar vikur í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit þar sem breyta þurfti lagnaleiðum, koma fyrir nýjum lögnum/strengjum, afleggja og endurnýja eftir þörfum í nokkuð flókinni framkvæmd þar sem samræma hefur þurft vinnu nokkurs fjölda veitu- og fjarskiptafyrirtækja.

Lesa meira

Nemendur í vélstjórn komust í feitt

Heimasíða Samherja segir frá því að nemendum í vélstjórn við Verkmenntaskólann á Akureyri gafst nýverið kostur á að fylgjast með endurbótum á sveifarási frystitogarans Snæfells EA, sem er í eigu Samherja. Um er að ræða sérhæft verkefni, sem krefst mikillar nákvæmni og voru erlendir sérfræðingar fengnir til landsins í tengslum við vélarupptekt og slípun á sveifarási.

Lesa meira

Snýr aftur í heimahagana

Gabríel Ingimarsson snýr aftur í heimahagana og  tekur við stöðu rekstrarstjóra Hríseyjarbúðarinnar  eftir nokkurra ára fjarveru með viðkomu í Reykjavík, Laugum í Reykjadal og Brussel.

Lesa meira

Zontaklúbburinn Þórunn hyrna heldur afmælishóf og listaverkauppboð - Helena Eyjólfsdóttir heiðruð fyrir 40 ára starf fyrir klúbbinn

„Starf Zontaklúbbsins Þórunnar hyrnu er í nokkuð föstum skorðum. Við hittumst einu sinni í mánuði frá september og fram  í maí á fundum þar sem tekin eru fyrir málefni sem tengjast Zontastarfinu, við njótum þess að vera saman og gleðjast, það er alltaf mikil gleði sem fylgir okkar samveru,“ segir Sesselja Sigurðardóttir talsmaður Zontaklúbbsins Þórunnar hyrnu og fyrrverandi svæðisstjóri  Zonta á Íslandi. Klúbburinn heldur upp á 40 ára afmæli sitt í Deiglunni næstkomandi laugardag, 5. október kl. 15. Þar verður afmælisboð og efnt til listaverkauppboðs. Bæjarbúum er boðið að koma og fagna með Zontakonum.

Lesa meira

Góð gjöf Hollvina SAk

Hollvinir komu á dögunum færandi hendi með nýjar speglunarstæður á skurðstofur. Þeir létu nú ekki þar við liggja og færðu speglunardeild þvottavélar til handa speglunartækjum. 

Lesa meira

Íþróttaæfingar fyrir börn með sérþarfir

KA og Þór verða í vetur með æfingar fyrir 6 - 16 ára börn og unglinga með sérþarfir, æfingarnar fara fram í Íþróttahúsi Naustaskóla  og hefjast þær n.k. sunnudag  kl 11.

Lesa meira

Markmiðið að selja þúsund bleikar slaufur

„Markmiðið er bleikur fjörður,“ segir Vilborg Jóhannsdóttir kaupmaður í Centró og forsvarsmaður Dekurdaga á Akureyri. Sala á bleiku slaufunni stendur sem hæst um þessar mundir og gengur vel. Allur ágóði af sölunni rennur að vanda til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

Lesa meira

Heilbrigðisstofnun Norðurlands 10 ára í dag

Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN á 10 ára starfsafmæli í dag, en stofnunin varð til við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Heilsugæslunnar á Akureyri, Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks og Heilbrigðisstofnunar Blönduóss, þann 1. október 2014.

Lesa meira