Hafnasamlag Norðurlands kaupir 14 smáhýsi sem verða við Oddeyrartanga

Hafnasamlag Norðurlands hefur keypt 14 smáhýsi og hyggst setja þau upp á rútustæði við Oddeyrartanga. Byggingafulltrúi Akureyrarbæjar hefur veitt stöðuleyfi fyrir smáhýsin á tímabilinu frá 1. maí - 30. september 2025.
Pétur Ólafsson hafnastjóri HN segir að smáhýsin séu hvert um sig um 4,5 fermetara að stærð. Þau eru keypt erlendis frá en sett saman hér á landi. Ferðaþjónustuaðilum sem selja ferðir til farþega skemmtiferðaskipa býðst að leiga smáhýsin.
Reynt hefur verið að finna hagkvæma leið vegna sölu á skipulögðum ferðum til farþega þeirra skipa sem heimsækja Akureyrar og er það mat HN að viðmót og ásýnd fyrir ferðamenn sem sækja bæinn heim verði betri en áður með þessu fyrirkomulagi.
HN hefur fundað með ferðaþjónustuaðilum á svæðinu og kynnt hugmyndina og er mikill áhugi hjá þeim að nýta þennan möguleika.
Hægt að nýta húsin á torginu fyrir jólin
Húsin eru með svipuðu sniði og söluhús sem voru á Ráðhústorgi um síðustu jól. Leigutími húsanna yrði frá 1. maí næstkomandi til loka september. Mögulegt er að nýta húsin í framtíðinni t.d. á Ráðhústorgi yfir jólin. Jafnframt er óskað eftir leyfi til að auglýsa svæði til útleigu á svipuðum stað fyrir matarvagna. Töluverður áhugi hefur verið fyrir því undanfarin ár en nú teljum við að staðsetning fyrir slík hús/vagna sé fyrir hendi.