Síðan er styrktarverkefni nokkurra aðila og þar ber fyrst að nefna FKA félag kvenna í atvinnulífinu en fyrir tilstilli þessa félags sem Kristín Snorradóttir teymisstjóri Bjarmalíðar er aðili að fór boltinn að rúlla. Kristín lét það berast innan félagsins að hún sem teymisstjóri Bjarmahlíðar óskaði eftir styrkjum til þess að fara í að gera nýja heimasíðu.
Viðbrögðin létu ekki standa á sér og Harpa Magnúsdóttir eigandi Hoobla bauðst til þess að auglýsa eftir aðilum sem væru tilbúnir til að vera með styrktarverkefni í heimasíðugerð í von um að fá einstaklega gott verð.
Hoobla styrkti Bjarmahlíð með þessu og sá styrkur átti sannarlega eftir að margfaldast, mörg góð boð komu í verkið en fyrir valinu varð Vigdís Guðmundsdóttir vefhönnuður og Markaðssérfræðingur með meiru
https://www.linkedin.com/in/vigdisgudmunds/