Mannlíf

Gestir frá kínverskum háskóla

Í gær heimsótti skólann sendinefnd frá Ningbo-háskóla í Kína. Sá háskóli er samstarfsháskóli HÍ og á hverju ári fara skiptinemar frá HÍ þangað. Með í för voru tveir starfsmenn frá Konfúsíusarstofnun, þau Magnús Björnsson forstöðumaður Konfúsíusarstofnunar og Þorgerður Anna Björnsdóttir kínverskukennari Konfúsíusarstofnunar á Akureyri.

Lesa meira

Frá sjómennskunni á Raufarhöfn í sjávarútvegsfræði

Háskólinn á Akureyri er kominn á fullt og aldrei hafa fleiri stúdentar verið við nám í skólanum. Það sést glögglega á göngum HA þar sem ekki er þverfótað fyrir fólki að vinna, bæði í hóp- og einstaklingsverkefnum. Staðreyndin er sú að margir stúdentar kjósa að stunda nám sitt á staðnum, mæta í kennslustundir og nýta sér aðstöðu háskólans. Þá mæta enn fleiri í lotur sem haldnar eru á staðnum reglulega yfir skólaárið.

Lesa meira

Vel heppnað filippseyskt matar- og skemmtikvöld hjá starfsmannafélagi Útgerðarfélags Akureyringa

Starfsfólk Útgerðarfélags Akureyringa og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í matsal félagsins. Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa ( STÚA) efndi til filippseysks matar- og skemmtikvölds en hjá ÚA starfa nærri ‏þrjátíu manns sem rekja uppruna sinn til Filippseyja.

 

Lesa meira

Landssöfnun á birkifræi hófst í Reykhúsaskógi

Átakið Söfnum og sáum birkifræi hófst á degi íslenskrar náttúru 16. september með því að Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit stóð fyrir söfnun í Reykhúsaskógi í Eyjafjarðarsveit. Þetta var í fjórða sinn sem klúbburinn efnir til slíks viðburðar og leggur sitt af mörkum til átaksins. Fræsöfnunarfólkið gat svo gætt sér á veitingum í Hælinu í Kristnesi sem hafði sérstaklega opið að þessu tilefni.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins

Þriðjudaginn 24. september kl. 17-17.40 heldur þýski myndlistarmaðurinn og verkefnastjórinn Michael Merkel fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins undir yfirskriftinni Nobody Has the Intention to Green a Wall. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

Ólöf Rut hefur náð 100 ferða markinu Frábært að hafa náð markmiði sínu

„Þetta hefur verið virkilega gaman og gefandi. Ég hef kynnst fullt af fólki í þessum ferðum og það er bara skemmtilegt,“ segir Ólöf Rut Ómarsdóttir sem náði þeim áfanga um liðna helgi að fara ferð númer 100 á Fálkafell. „Ég er mjög ánægð með að hafa náð markmiði mínu, það er talsvert langt síðan ég hef sett mér markmið af þessu tagi og náð því þannig að þetta er mikil hamingja.“

Lesa meira

100 ferðir á Fálkafell Magnað að sjá hversu vel fólk hefur tekið í þetta

„Það er magnað að sjá hversu vel fólk hefur tekið í þetta. Við erum hæstánægðar,“ segir Heiðrún Jóhannsdóttir sem ásamt Halldóru Magnúsdóttur stendur fyrir skemmtilegu hvatningarátaki; 100 ferðir á Fálkafell. Sjálf hefur hún farið tæplega 80 ferðir á árinu, en nokkrir hafa náð því að fara 100 ferðir eða fleiri.

Lesa meira

Ferðamönnum fjölgar milli ára í Grímsey

„Ég er sátt við sumarið, ferðafólki hefur fjölgað jafnt og þétt hin síðari ár. Ég hef á tilfinningunni að það hafi verið  aukning á milli ára þó tölur liggi ekki fyrir,” segir Halla Ingólfsdóttir eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Trip í Grímsey. Veður hafi þó ekki endilega alltaf sýnt sínar bestu hliðar en það sama megi segja um aðrar staði á landinu.

Lesa meira

„Ég kann afskaplega vel við sjómannslífið“ - Uppskrift að dýrindis lúðurétti

Þórhildur Þórhallsdóttir sem búsett er á Akureyri hefur verið kokkur á skipum Samherja í nærri þrjú ár, síðustu tvö árin á Kaldbak EA 1. Þórhildur hafði ásamt tveimur konum rekið veitingahúsið Kaffi Ilm á Akureyri í tíu ár. Þær ákváðu að selja þetta vinsæla veitingahús og þar með stóð Þórhildur á krossgötum varðandi atvinnu.

Lesa meira

Akureyrarkirkja á morgun laugardag Litróf orgelsins

Eyþór Ingi Jónsson flytur verk eftir Johann Sebastian Bach, Petr Eben, Joseph Haydn, Hauk Guðlaugsson, Hildi Guðnadóttur, Ghislaine Reece-Trapp, Robert Schumann, Smára Ólason og Johann Ulrich Steigleder. Eyþór er að hefja tónleikaverkefni fyrir næstu misserin sem hann kallar Litróf orgelsins, en hann mun leggja metnað í að sýna fjölbreytileika hljóðfærisins með því að spila afar fjölbreytta orgeltónlist og umritanir á öðrum verkum fyrir orgel

Lesa meira