Mannlíf

Húsavík-Stétttarfélögin semja við Flugfélagið Erni um framhald á flugi fyrir félagsfólk

Stéttarfélögin hafa undanfarið átt í viðræðum við Flugfélagið Erni um áframhaldandi samstarf um sérkjör á flugmiðum fyrir félagsmenn milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Í gær var gengið frá samningi milli aðila sem gildir út árið 2023 og tryggir félagsmönnum sama verð á flugmiðum/kóðum og verið hefur síðustu mánuði eða kr. 15.000,- per flugferð.

Samkomulagið byggir á því að Framsýn greiðir fyrirfram ákveðinn fjölda flugmiða sem ætlað er að endast út árið en tæplega 200 miðar/kóðar eru að meðaltali seldir til félagsmanna á mánuði. Að sjálfsögðu ber að fagna þessum samningi enda um mikla kjarabót að ræða fyrir félagsmenn.   

Lesa meira

Myndaveisla frá Stelpuhelgi

Svipmyndir frá frumsýningu

Lesa meira

Góð kveðja til Leikfélags Hörgdæla

Leikfélag  Hörgdæla frumsýndi i gærkvöldi leikritið Stelpuhelgi  að Melum í Hörgársveit fyrir fullu húsi og  var sýningunni afar vel tekið.

Það vakti mikla athygli þegar leikfélaginu barst óvænt kveðja frá höfundi verksins Karen Schaffer á Facebooksíðu leikfélagsins. 

Karen er vel þekkt leikritaskáld í Bandaríkjunum og var Stelpuhelgi eða á frummálinu Girls Weekend hennar fyrsta leikrit. 

Hér erum um að ræða Íslandsfrumsýningu og má segja að það sé svo sannarlega áhugavert i meira lagi að höfundur verksins skuli senda kveðju til leikhópsins.

 Kveðjuna má sjá hér að neðan

 

Lesa meira

Risa kóramessa - innsetning

Sunnudaginn 5. mars kl. 11 verður kóramessa í Akureyrarkirkju  Nær allir kirkjukórar Eyjafjarðar sameina þar krafta sína og syngja saman fjölbreytta og glæsilega kórtónlist en kóramót er haldið í kirkjunni um helgina. Lögð verður áhersla á að flytja efni úr glænýrri sálmabók þjóðkirkjunnar en einnig þekkt verk eins og Hallelújakórinn eftir Händel.
 
Lesa meira

Ávaxtakarfan að taka á sig mynd á Húsavík

Langþráð frumsýning Leikfélags Húsavíkur

Lesa meira

Styrkur til framkvæmda á lóð Húsavíkurkirkju

Á fundi byggðarráðs Norðurþings þann 23. febrúar sl. samþykkti ráðið að styrkja Sóknarnefnd Húsavíkurkirkju um allt að 5 milljónir króna á árinu 2023 vegna framkvæmda á lóð við kirkjuna sem fyrirhugað er að hefjist nú í vor.

Lesa meira

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir Stelpuhelgi í kvöld

 Leikfélag Hörgdælinga frumsýnir í kvöld, fimmtudagskvöldið  2. mars verkið Stelpuhelgi eftir Karen Schaeffer í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar. Um er að ræða stórskemmtilegan farsa í þýðingu Harðar Sigurðarsonar, framkvæmdastjóra Bandalags Íslenskra Leikfélaga – og í fyrsta skipti sem verkið er sett upp hérlendis.  Sýningar verða á Melum í Hörgárdal.

Lesa meira

Vikublaðið kemur út á morgun

Meðal efnis framhald á umfjöllun um Krákustígsmálið, Freyvangsleikhúsið frumsýnir Fókið í blokkinn og lofar fjöri. Nýr golfskáli er í bygginu á Húsvík og sá gamli brann. Krossgátan er á sínum stað. Mikill áhugi fyrir lyftingum. Tvær nýjar sýningar opnaðar í Listasafninu. Nettó opnar á nýjum stað á Glerártorgi. Grenvíkingar bæta götulýsingu. Hægeldaður lambaskanki gæti smellpassað í helgarmatinn. Verkefninu Glæðum Grímsey er lokið og nýr sveitarstjóri tekur til starfa í Þingeyjarsveit. Um þetta og meira til er fjallað í blaði morgundagsins.

Minnum á áskriftarsímann 8606751

Lesa meira

Notaður tölvubúnaður úr VMA fær framhaldslíf í skóla í Bobo-Dioulasso í Búrkína Fasó

Á síðasta ári var tölvubúnaður í VMA endurnýjaður, fartölvur leystu af hólmi stofutölvur og skjái. Um eitthundrað tölvur, sem var skipt út í VMA, munu síðar á þessu ári fá nýtt hlutverk í skólanum Ecole ABC de Bobo í Bobo-Dioulasso, næststærstu borg Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku, þar sem búa um 540 þúsund manns.  

Yfirgripsmikið starf ABC barnahjálpar í Bobo-Dioulasso

Á annan áratug hefur ABC barnahjálp á Íslandi lagt sitt af mörkum við skólastarfið í þessum leik-, grunn- og framhaldsskóla í Bobo-Dioulasso og eru forstöðumenn hans íslenskir, Hinrik Þorsteinsson og Ragnhildur Jónsdóttir. Þau stýra skólanum og uppbyggingarstarfinu þar í samstarfi við heimafólk. ABC barnahjálp á Íslandi og í Bretlandi er fjárhagslegur bakhjarl þessa skólastarfs og er það eitt af þeim verkefnum sem ABC barnahjálp á Íslandi styður. Markmiðið með starfi ABC barnahjálpar er að gefa fátækum börnum tækifæri til þess að mennta sig og efla þau og styrkja í lífinu.

Lesa meira

„Það var mikið þarna sem ekki er búið að endurnýja mjög lengi“

-Segir Heiðar Hrafn Halldórsson, verkefnastjóri Hvalasafnsins á Húsavík en þar eru umfangsmiklar framkvæmdir í gangi

Lesa meira