Mannlíf

List, lyst og list - skemmtilegasti góðgerðaviðburður vorsins!

Sunnudaginn 26. mars býður Ladies Circle 7 Akureyringum og nærsveitungum til myndlistar, matarlystar og tónlistarviðburðar í sal Rauða krossins, Viðjulundi 2, milli kl. 15-18. Á staðnum verður sýning og þögult uppboð á ýmsum listmunum og handverki og rennur allur ágóði óskert til verkefnis Rauða krossins, Stuðningur við flóttafólk.

Lesa meira

Fjársjóður í myndum Péturs

Stundum er sagt að hlutir hafi tilhneigingu til að fara í hringi. Þegar Pétur heitinn Jónasson ljósmyndari var að undirbúa og byggja íbúðarhús og aðsetur fyrir ljósmyndastofu á Stóragarði 15 byrjaði hann á að fá rými á fjórðu hæð í Kaupfélagshúsinu og útbjó þar framköllunaraðstöðu. Sem nýttist vel þangað til ljósmyndastofan varð tilbúin og opnaði á Stóragarðinum. Þar var hún starfrækt þangað til í fyrra og eins og margir þekkja, vel búin tækjum og þekkingu varðandi myndir og myndatengda þjónustu, í takt við fáanlega tækni á hverjum tíma.

Lesa meira

Tvær opnanir á Listasafninu á Akureyri um helgina

Annars vegar er um að ræða sýningu Söru Bjargar Bjarnadóttur, Tvær eilífðir milli 1 og 3, og hins vegar sýning Guðjóns Gísla Kristinssonar, Nýtt af nálinni, sem er hluti af listahátíðinni List án landamæra.

Lesa meira

Fréttatilkynning Farsælt ástarsamband elur af sér nýtt afkvæmi

Langlíft og farsælt ástarsamband Síríus súkkulaðisins og íslenska lakkríssins er vel þekkt meðal þjóðarinnar. Nú hefur þetta samband getið af sér nýtt og gómsætt afkvæmi, Eitt Sett Drumba. Drumbarnir eru ljúffengir, súkkulaðihjúpaðir karamelludrumbar með lungamjúkum lakkrískjarna.

 Akureyringurinn Selma Sigurðardóttir er vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríus: „Það er ofboðslega gaman að vinna með svona rótgróið vörumerki eins og Eitt Sett, og finna á því nýja fleti. Ég heyrði oft sögur af því frá mér eldra fólki hér áður að fólk hafi farið út í sjoppu á Akureyri til að kaupa Síríuslengju og mjúkan lakkrísborða til að borða þetta tvennt saman. Það er skemmtileg staðreynd að sá siður varð svo til þess að Eitt Sett fæddist.“ segir Selma og bætir við að það séu vissulega forréttindi að fá að halda utan um sumar af eftirlætisvörum þjóðarinnar.

Eins og Selma kemur inn á þá hófu íslensk ungmenni tóku að para saman Síríuslengjur og lakkrísborða fyrir margt löngu síðan. Sú uppfinningasemi var kveikjan að Eitt Sett fjölskyldunni sem nú telur fimm vörur: Hina klassísku Síríuslengju með lakkrísborðanum, Eitt Sett súkkulaðiplötuna, Eitt Sett Töggur og Eitt Sett bita í endurlokanlegum pokum. Að lokum er það svo nýjasti fjölskyldumeðlimurinn, Eitt Sett Drumbar. Þessa súkkulaðihjúpuðu karamelludrumba með lungamjúkum lakkrískjarna má nú finna í öllum helstu verslunum norðan heiða.

Lesa meira

Viðbótarframlag svo hægt verði bjóða upp á fleiri sýningar á Chicago

„Chicago er án efa stærsta sýning LA í mörg ár og hefur aðsókn og eftirspurn farið fram úr björtustu vonum. Sýningin hefur algjörlega slegið í gegn hjá áhorfendum,“ segir Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar.

Til stóð að hætta sýningum í byrjun apríl næstkomandi, en Marta segir að í ljósi mikillar eftirspurnar hafi það hreinlega ekki verið hægt.

„Aðsóknin á Chicago hefur góð áhrif á allan bæinn því sýningin dregur að sér gesti frá öðrum sveitarfélögum og þeir nýta sér þá ýmsa þjónustu sem í boði er í bænum í leiðinni, svo sem veitingastaði, gistingu og fleira. Þetta kemur sér því vel fyrir marga og sýnileiki bæjarins eykst. Við erum afar stolt af þessari sýningu og þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Marta.

Óskuðu eftir 4 milljónum, fengu 3

Menningarfélag Akureyrar, MAk óskaði eftir viðbótarframlagi frá Akureyrarbæ upp á fjórar milljónir króna til að hægt sé að framlengja sýningartímabil söngleiksins Chicago. Bæjarráð tók erindið fyrir og samþykkti að veita MAk þrjár milljónir króna.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista lagði á fundi bæjarráðs fram bókun þar sem hún fagnar því að bæjarráð veiti Menningarfélagi Akureyrar viðbótarframlag.
„Mér finnst þó miður að ekki hafi verið hægt að verða við ósk Menningarfélags Akureyrar um viðbótarframlag að upphæð kr. 4.000.000, en beiðnin var vel rökstudd og forsendur hennar skýrar.“

Lesa meira

Leikskólinn Álfaborg í Svalbarðsstrandahreppi 30 ára

Haldið var upp á 30 ára afmæli leikskólans Álfaborgar í Svalbarðstrandarhreppi í gær, en hann tók til starfa 15. mars árið 1993. Hann var til að byrja með í húsnæði kaupfélagsins sem þá var hætt rekstri. Tillögur um nafn leikskólans voru gerðar meðal foreldra og varð Álfaborg fyrir valinu. Á fyrstu árunum var rými fyrir 20 börn í leikskólanum. Starfsemin var flutt í gamla grunnskólann árið 1995.

Bryndís Hafþórsdóttir leikskólastjóri á Álfaborg segir að í fyrstu hafi ein deild verið starfandi við leikskólann og var hún fyrir tveggja til sex ára börn. Haustið 2005 var 150 fermetra nýbygging tekin í notkun við Álfaborg og urðu í kjölfarið miklar breytingar til batnaðar í starfsemi skólans. Ári síðar var ráðist í endurbætur á eldri hluta skólahúsnæðisins og skólarnir, leik- og grunnskóli m.a. aðskildir með sérinngöngum í hvorn skóla auk þess sem ný gólfefni voru lögð og hiti settur í gólf auk fleiri lagfæringa. Þá nefnir Bryndís að um áramót 2005 og 2006 hafi breyting verið gerði á inntökualdri barna og hann færður niður í 18 mánaða aldur. Frá haustinu 2016 var farið að taka inn börn strax eftir fæðingarorlof á sérstakri ungbarnadeild við leikskólann. Leik- og grunnskóli í Svalbarðsstrandarhreppi voru sameinaðir í eina stofnun árið 2015

„Við erum með tvær deildir við skólann núna, Hreiður fyrir börn frá 12 mánaða aldri og Lundur er fyrir börn frá 2ja ára aldri, en sú deild skiptist upp í tvær heimastofur og er önnur fyrir tveggja til fjögurra ára börn og hin fyrir þau eldri, fjögurra til sex ára,“ segir Bryndís. Tæplega 40 börn eru á Álfaborg um þessar mundir.  

 

Lesa meira

Margrét EA landaði fyrsta farminum á Eskifirði í gær

Margrét EA 710, nýtt uppsjávarskip í flota Samherja, landaði á Eskifirði í gær um tvö þúsund tonnum af loðnu. Skipið, sem smíðað var í Noregi árið 2008 var keypt í Skotlandi og hét áður Christina S.

Margrét kom til Reykjavíkur síðasta miðvikudag eftir siglingu frá Skotlandi og í kjölfarið var hafist handa við að uppfylla tilskilin leyfi samkvæmt íslenskum reglugerðum um fiskiskip. Margrét hélt á loðnumiðin út af Reykjanesi á föstudagsmorgun og nokkrum klukkustundum eftir að komið var á miðin var búið að dæla úr nótum fjögurra skipa um borð í Margréti, sem sigldi með hráefnið austur til vinnslu.

Lesa meira

Umhverfisviðurkenningar á Svalbarðsströnd

Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps hafa valið þá sem hljóta  Umhverfisviðurkenningu Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2022. Veitt var viðurkenning í tveimur flokkum, annars vegar í flokki heimila og hins vegar í flokki fyrirtækja.

Lesa meira

Hringferð Volaða Lands

Volaða Land, kvikmynd Hlyns Pálmasonar verður frumsýnd hér á landi 10. mars næstkomandi. Í framhaldinu hyggst leikstjórinn ásamt aðalleikurunum þeim Ingvari E. Sigurðssyni og Elliott Crosset Hove halda í hringferð um landið með myndina. Þannig er ætlunin að hafa sérstakar sýningar þar sem áhorfendum gefst tækfiæri til að spjalla við leikstjórann og leikarana að sýningu lokinni. Þessar sýningar munu fara fram þann 10. mars á Ísafirði, 11. mars á Patreksfirði og á Akureyri og 12.mars á Seyðisfirði.  

Lesa meira

Uggur í stjórnendum SAk vegna álags sem skapast við komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum

Á seinasta fundi bæjarráðs Akureyrar fór fram umræða um komur skemmtiferðaskipa til bæjarins  og áhrif  komu þeirra á starfsemi Sjúkrahúsins á Akureyri en frá þessu segir i fundargerð ráðsins 

Lesa meira