Snjóflóð í öryggisskyni

Hér má glögglega sjá að flóðið er stórt.     Mynd  gn
Hér má glögglega sjá að flóðið er stórt. Mynd gn

Akureyringar ráku upp stór augu  í morgun þegar þeim var litið á Hlíðarfjall og sáu að gríðarstórt snjóflóð hafði fallið í fjallinu nokkuð norðan við sjálft skíðasvæðið.

Flóðið var framkallað af mannavöldum í öryggisskyni eins  og kemur fram á Facebooksíðu Njáls Trausta Friðbertsssonar en þar sköpuðust  nokkrar umræður um málið

Meðal þeirra sem  þar skrifa er bæjarstjórinn á Akureyri  Ásthildur Sturludóttir en hún leggur réttilega áherslu á að snjóflóð séu ekkert  grín:

,, Snjóflóð eru stórhættuleg  og þetta var sett af stað af fagmönnum okkar og sýnir glögglega hversu mikilvægt það er að huga að snjóalögum og hættunum sem felast í náttúrunni.  Snjóflóð þarf ekki að vera stórt til þess að verða fólki að bana. Snjóflóð eru hættuleg, hvar á landi sem er, líka í Eyjafirði. Það hafa atburðir síðustu ára sannað.

Og snjóflóð geta verið mannskæð þrátt fyrir að fallhæðin sé ekki mikil. Þeir sem halda annað geta haft samband við mig og ég skal flytja fyrirlestur í löngu og stuttu máli.“

 

Nýjast