Mannlíf

Akureyri og Fjallabyggð - Hátíðarhöld í tilefni af Verkalýðsdeginum

Stéttarfélögin við Eyjafjörð bjóða félagsfólki og fjölskyldum þeirra að taka þátt í hátíðardagskrá í tilefni af verkalýsdeginum þann 1. maí. Í ár er fylgt liði undir kjörorðunum Sterk hreyfing - Sterkt samfélag og er félagsfólk hvatt til þess að sýna samstöðu með því að fjölmenna í kröfugöngu.

 

Lesa meira

Fjórir norðanmenn unnu brons á Íslandsmótinu í bridge.

Akureyringarnir,  Frímann Stefánsson, Pétur Guðjónsson og Reynir Helgason gerðu góða ferð suður til Reykjavíkur un helgina með Mývetningnum Birni Þorláks þar sem verkefnið var að etja kappi við sterkustu lið landsins í úrslitum Íslandsmótsins í sveitakeppni. Sveitin keppti undir merki Kjöríss.

Lesa meira

Hreyfiglöð handboltakempa og lektor í lífeðlisfræði

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Vísindamanneskjan í apríl er Nanna Ýr Arnardóttir, lektor í lífeðlisfræði við Hjúkrunarfræðideild. Nanna Ýr hefur ofurtrú á hreyfingu sem forvörn hverskonar og hefur með það að leiðarljósi aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar á því sviði.

Lesa meira

Skemmdarverk unnin á rútum.

Hún var ekki skemmtileg aðkoma sem blasti við Jónasi Þór Karlssyni eigenda Sýsla Travel þegar hann kom, síðdegis í gær, til að líta til með bílakosti fyrirtækis hans sem staðsettar eru  á nýju bílastæði við Laufásgötu 4 á Akureyri.  Einhverjir lítt vandaðir  höfðu farið um og brotið glugga í rútum Jónasar.  Gluggar í svona bílum er sterkir svo nokkur fyrirhöfn hefur verið við að vinna þessi óskiljanlegu skemmdarverk.

Lesa meira

Akureyri - Framkvæmdir við Torfunef

Framkvæmdir við stækkun Torfunefsbryggju ganga ágætlega um þessar mundir. Lóðir verða boðnar út á næstu vikum og gangi allt að óskum verður hafist handa við að reisa hús á svæðinu á næsta ári.

Lesa meira

Stöðugur straumur á bás Samherja og Ice Fresh Seafood í Barcelona - Aðsóknarmet slegið -

Alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Barcelona lauk í gær , fimmtudag. Samherji og Ice Fresh Seafood voru með veglegan bás á þessari stærstu sjávarútvegssýningu heims á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða. 2.244 fyrirtæki taka þátt í sýningunni frá 87 þjóðlöndum.

Lesa meira

Mikil umferð um Akureyrarflugvöll s.l. daga

Mikil umferð hefur verið um Akureyrarflugvöll síðustu daga áætlunarflug, sjúkraflug, einkaþotur og töluverð þyrluumferð.

Lesa meira

Eik fasteignafélag vill byggja við Gleráreyrar

Á fundi skipulagsráðs Akureyrarbæjar í gær var tekin til umræðu  tillaga frá Kollgátu, sem Ingólfur Guðmundsson og Andrea Sif Hilmarsdóttir kynntu f.h hönd Eikar fasteignafélags um uppbyggingu á lóðum 2-8 við Gleráreyrar og svæðis vestan þeirra.  

Lesa meira

Sólarhringssund hjá Óðinskrökkum

Hið árlega sólarhringssund iðkenda í Óðni stendur nú sem hæst.  Einn sundamaður syndir í einu og er þetta því nokkurs konar boðsund.

Lesa meira

Kirkjutröppurnar og gangstétt í Listagilinu

Framkvæmdir við kirkjutröppurnar eru hafnar að nýju eftir talsvert hlé og er búið að byggja yfir neðsta hluta trappanna, en þar er verið að vinna í húsnæði sem er undir  tröppunum. Að því loknu verður hægt að hefja vinnu við sjálfar kirkjutröppurnar, þeirri vinnu hefur seinkað m.a. sökum þess að erfiðlega gekk að fá verktaka í verkefnið og það var umfangsmeira en var ráð fyrir gert.

Lesa meira